1FREEPLAY 14

Free Play – 30. október í Listasafni Reykjavíkur

Free Play er tilraunakennt verk á mörkum sviðslista og myndlistar þar sem óperan La Traviata eftir Verdi er brotin upp og túlkuð með nálgun raftónlistar. Höfundar verksins eru Borghildur Indriðadóttir, Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og Hrafnhildur Gissurardóttir.

Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarenssen, einnig þekktur sem Hermigervill, skapar hljóðheim verksins í samstarfi við sópransöngkonuna Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað

Sviðsmynd verður innsetning þar sem plast ræður ríkjum, og búningahönnun er í höndum Þórunnar Maríu Jónsdóttur sem hefur á farsælum ferli fengið sex tilnefningar til Grímunnar.

Titillinn er tilvitnun í aríuna Sempre libera eða Ávallt frjáls þar sem aðalpersóna verksins, Violetta, syngur um löngun sína til að lifa frjáls og áhyggjulaus. Orðin ‘Free Play’ koma einnig fyrir á miðju bingóspjaldanna sem spilað er á í Vinabæ, en bingósalurinn í Vinabæ veitti sérstakan innblástur við sköpun verksins og var það frumsýnt þar, vorið 2018.

Tvær sýningar verða þriðjudaginn 30. október í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur, kl 16:00 og kl 18:00 og eru hvor um sig um 40 mín að lengd. 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

 
Sjá nánar:
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com