SIM

FRAMTÍÐARÁFORM SÍM

Unnið verður áfram að þeim verkefnum sem greint hefur verið frá í ársskýrslu,

En einnig er ætlunin að brydda upp á nýjungum. M.a. eru áform uppi um að skipuleggja heimsóknir erlendra sýningarstjóra

Við erum að leytast við að fá erlenda sýningarstjóra og/eða fagfólk til að koma til Íslands til að kynna sér list félagsmanna SÍM. Hugmyndin er að  bjóða upp á viðtöl við t.d. erlenda sýningarstjóra, greinaskrifendur, listfræðinga og aðra sem hafa tengingar við erlendan listheim. Hugmyndin byggir á því að viðkomandi veiti 5-10 listamönnum tækifæri á að kynna sig og verk sín í viðtali. Það sem við getum boðið í staðinn er gisting í Hafnarstræti í 5-10 daga eftir því sem við á.

Þetta verkefni er ekki bundið ákveðum árstíma heldur munum við reyna að miða við þann tíma sem hentar viðkomandi. Komur þessara aðila verða kynntar félagsmönnum gegnum miðla SÍM með góðum fyrirvara.

Félagsfundir 2019-2020

Áætlað er að halda þrjá félagsfundi á næsta starfsári um málefni sem varða myndlistarmenn svo sem:

Hlutverk listasafna og listamanna, samskipti þeirra og samstarf.

Feneyjatvíæringurinn sem vettvangur og áhrifavaldur

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar – kynning á starfsemi KÍM

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com