ListAk

FRAMLENGDUR UMSÓKNARFRESTUR – Listasafnið á Akureyri

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest fyrir Vorsýningu Listasafnsins á Akureyri til og með 20. mars næstkomandi. Þar með er þeim listamönnum sem vildu skapa ný verk fyrir sýninguna gefið aukið svigrúm. 

Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars næstkomandi. 

Vorsýning Listasafnsins er tvíæringur og endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi.

Nánari upplýsingar um umsóknar ferlið má sjá hér.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com