Framlengdur umsóknarfrestur fyrir haustsýningu Listasafnsins á Akureyri

large_listagilid14

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest fyrir haustsýningu Listasafnsins á Akureyri til og með 13. maí næstkomandi. Þar með er þeim listamönnum sem vildu skapa ný verk fyrir sýninguna gefið svigrúm, en nú þegar hafa rúmlega 50 umsóknir skilað sér. Á haustsýningunni, sem stendur 29. ágúst – 18. október 2015, verða sýnd verk eftir norðlenska myndlistarmenn. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið.

Haustsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi hér á landi og erlendis lifa þær víða enn góðu lífi. Haustsýning Listasafnsins á Akureyri verður tvíæringur og endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Listasafnsins á Akureyri: www.listak.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com