10jan2020 Fokk Me Fokk You 2CUMujingastills

Föstudagsflétta Ljósmyndasafnsins: Fokk me-Fokk you

„Fokk me-Fokk you“ er yfirskrift föstudagsfléttu Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem fram fer í safninu föstudaginn 10. janúar kl. 13:30. Þar munu Kári Sigurðsson og Andrea Marel fjalla um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Viðburðurinn er ætlaður unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.

Verk á sýningu safnsins, Stefnumót– Norræn ljósmyndun út yfir landamæri, verður notað sem kveikja að umræðum. Verkið er eftir Söndru Mujinga og fjallar um framsetningu sjálfsins á stafrænum miðlum og hvernig það er að vera til í heimi ofurmiðlunar. Í verkinu skoðar Mujinga nokkrar þeirra kringumstæðna þar sem félagsleg tengsl, félagsskapur og hluttekning verða til vegna síaukinnar skjámenningar á 21. öldinni.

Sunnudagurinn 12. janúar er síðasti dagur sýningarinnar Stefnumót– Norræn ljósmyndun út yfir landamæri.

Viðburðurinn er hluti af Föstudagsfléttunni sem er viðburðaröð Borgarsögusafns þar sem fjölbreyttum sjónarhornum er fléttað saman við sýningar og starfsemi safnsins.

Aðgangur að viðburðinum er ókeypis og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefsíðum:

http://borgarsogusafn.is/is/ljosmyndasafn-reykjavikur/syningar/stefnumot-norraen-ljosmyndun-ut-yfir-landamaeri  (viðtöl af Youtube eru neðst, þar á meðal við Söndru)

https://player.vimeo.com/video/242282611 (klippa úr verkinu sjálfu)

https://artreview.com/features/jan_feb_2017_future_great_sandra_mujinga/

Hvað? Föstudagsflétta: Fokk me-Fokk you

Hvenær? Föstudag 10. janúar kl. 13:30

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com