Fortíðin fundin – verk eftir Gunnhildi Þórðardóttur í SÍM salnum 13.-26. mars

image001   image004

 

Föstudag 13. mars kl. 17 verður opnuð í SÍM salnum sýningin Fortíðin fundin með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur. Á sýningunni eru ný verk þar sem listamaðurinn skoðar fortíðina á rómatískan hátt og hannyrðir eru í aðalhlutverki en með nýjum áherslum. Á sýningunni má meðal annars sjá staka vettlinga breytast í teppi, dúska verða að dúskakukli , týndar tölur verða listaverk og ástarbréf breytast í klippimyndir þannig er listamaðurinn enn að nýta efni á sjálfbæran hátt. Á sýningunni eru bæði tví -og þrívíð verk og í tengslum við sýninguna mun Gunnhildur gefa út ljóðabókina Næturljóð sem eru ástarljóð til náttúrunnar og mannsins en bókin er bæði á ensku og íslensku.

Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, í Slunkaríki, í Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, 002 gallerí og í myndbandsgjörningi í Tate Britain. Þetta er er hennar sextánda einkasýning en þess má geta að sýningin Frystkista í fjörunni einkasýning Gunnhildar sem var opnuð í desember sl. er enn til sýnis í nýju Borgarbókasafni í Spöng og stendur til 12. apríl.

Sýningin í SÍM salnum stendur til 26. mars og er opið alla virka daga kl. 10-16. Ókeypis aðgangur.

Sýningarsalur SÍM er í SÍM húsinu Hafnarstræti 16 í Reykjavík.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com