Marg1

Flóra á Akureyri – Margrét H. Blöndal

Laugardaginn 28. nóvember kl. 14:00 á opnar Margrét H. Blöndal sýningu í Flóru á Akureyri.

Margrét nam við MHÍ og Rutgers University, New Jersey þar sem hún lauk meistaraprófi árið 1997. Allar götur síðan hefur hún sýnt víðs vegar um heim, utan lands sem innan, í borgum og sveitum. Basel, Berlín og Siglufirði. Verkið í Flóru er sérstaklega unnið inn í vistkerfi staðarins.

“Lýsandi eyja, blaktandi blómabeð af mildu og ólgandi bláu ljósi, sem margfaldast í ölduspeglunum. Og bláa birtan hverfur og í hennar stað tendrast skógur rauðra ljósa, rauðlogandi … en upp af þessu tor-tímingarbáli spretta langir, bogadregnir eldstönglar, og þessir stönglar bera blóm af hrapandi stjörnum! Þú ríður heilluðum himin-fisknum inn í ægistóra Tímlu vetrarbrautarinnar, þar sem ljósið bylgjast og æðir um óravegu. Þú ferð eftir brautinni löngu sem lig-gur á enda veraldrar og langt undan standa hlið … opin.” *

*Úr skáldsögunni Móðir sjöstjarna eftir William Heinesen

Nánari upplýsingar um Margréti og verk hennar má nálgast á heimasíðu hennar: http://www.margrethblondal.net

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán. – fös. kl. 15-18. Auk þess verður opið eftirfarandi: lau. 5.12. kl. 11-15.
lau. 12.12. kl. 11-15.
mán. 14.12. – lau. 19.12. kl. 10-18.
sun. 20.12. kl. 12-18.
mán. 21.12. – mið. 23.12 kl. 10-20.
mán. 28.12. – mið. 30.12 kl. 12-18.
mán. 4.1. – fös. 8.1. kl. 15-18.
Sýningin stendur til föstudagsins 8. janúar 2016.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com