549990de 7d58 4929 B58f 2ca887a42b58

Fjölskyldustundin ‘Hverfið mitt’ í Gerðarsafni

[ENGLISH BELOW]

Næstkomandi laugardag, 16. desember kl. 13-15, fer fram fjölskyldustund í tengslum við sýninguna Staðsetningar sem stendur yfir í Gerðarsafni. Þema smiðjunnar er „Hverfið mitt“, þar sem litið verður til verka og aðferða listamannanna Einars Garibalda og Kristjáns Steingríms til innblásturs og hver fjölskylda vinnur með eigið nærumhverfi og heimili. Hugmyndasmiður fjölskyldustundarinnar er Elín Helena Evertsdóttir, meistaranemi í listkennslu við LHÍ, sem jafnframt leiðir smiðjuna.

Smiðjan er liður í Fjölskyldustundum í Menningarhúsunum í Kópavogi þar sem er boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur á hverjum laugardegi. Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

My Neighbourhood | Family Saturdays

The art workshop “My neighborhood” will be held on Saturday, 16. December at 1.p.m in Gerðarsafn. The workshop is inspired by the works of artists Einar Garibaldi and Kristján Steingrímur and their current exhibition Emplacements. On Saturday families will be given the opportunity to create artworks inspired by their home and environment. The event is a part of ‘Family Saturdays’. The program consists of various free events for children and families hosted every Saturday in the Culture Houses of Kópavogur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com