Fjölskylduleiðsögn

Fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn

Laugardaginn 1. apríl kl. 11-12 verður boðið upp á sérstaka fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningum Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Skoðuð verða olíumálverk, gvassmyndir og ljósmyndaverk þar sem náttúran er í aðalhlutverki.

Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.

Skráning á heida@listak.is

Aðgangur er ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com