Fjölskylduleiðsögn

Fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri

Laugardaginn 13. maí kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá Sköpun bernskunnar 2017, samsýningu skólabarna og listamanna, og sýningu Aðalsteins Þórssonar, Einkasafnið, maí 2017.

Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.

Skráning á heida@listak.is

Aðgangur er ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com