
Fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Sunnudaginn 18. mars kl. 14 verður fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Sérfræðingur Þjóðminjasafnsins mun leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Þema leiðsagnarinnar eru dýr sýningarinnar og fjallað verður um dýr frá nokkrum sjónarhornum. Skoðuð verða dýr á ljósmyndum, fugla- og eggjateikningar, kynjaskepnur í norrænni goðafræði og önnur verk sýningarinnar eins og til dæmis rjúpan og fálkinn uppstoppuð á hraunnibbu.
Ekki missa af einstöku tækifæri fyrir fjölskylduna að upplifa og rýna í íslenska menningu og myndlist.