4a195003 Ae52 4164 B272 Ade2e9bfe874

Fjölskylduferð um Áfanga Richards Serra í Hafnarhúsi og Viðey 30. maí

            
Subway

Fjölskylduferð um Áfanga Richards Serra í Hafnarhúsi og Viðey 30. maí

Listasafn Reykjavíkur býður upp á skemmtilegar leiðsagnir um sýningu Richards Serra, Áfanga  í Hafnarhúsi á laugardaginn 30. maí og er gestum jafnframt boðið að skoða verk listamannsins og njóta veitinga í Naustinu í Viðey. Richard Serra er einn virtasti myndlistarmaður samtímans og hefur verið lýst sem risa í samtímalist.

Leiðsagnir um sýninguna í Hafnarhúsi fara fram kl. 11 og 14 en síðan geta gestir tekið ferju frá Ægisgarði (gömlu höfninni) til Viðeyjar þar sem boðið verður upp á leiðsögn um verk Serra og veitingar í Naustinu. Þá geta gestir kynnt sér listsmiðjur fyrir börn sem fara fram í eyjunni í sumar.  Leiðsagnir um verk listamannsins í Viðey fara fram kl. 13 og kl. 16. Valgarður Egilsson, sem var formaður framkvæmdastjórnar listahátíðar í Reykjavík árið 1990 þegar verkið var sett upp, segir gestum frá tilurð Áfanga í leiðsögninni kl. 13.

Ferjusiglingar til Viðeyjar frá Ægisgarði eru kl. 11.50 og 14.50, og til baka kl. 14.30 og 17.30. Siglingar frá Skarfabakka fara fram á klukkutíma fresti frá kl. 10.15. Gjald í siglinguna er kr. 1.100  fyrir fullorðna og kr. 550 fyrir börn á aldrinum 7–15 ára. Nánari upplýsingar um ferðirnar er að finna á www.videy.com

Richard Serra og Áfangar
Sýning Áfangar í Hafnarhúsinu er í tilefni að því að á þessu ári er aldarfjórðungur síðan, hið merka umhverfislistaverk Richards Serra með sama heiti var sett upp í vesturey Viðeyjar. Verkið leggur undir sig alla vestureyjuna og samanstendur af 18 stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna.  Serra gaf íslensku þjóðinni verkið auk þess sem hann færði Listasafni Íslands 19 teikningar sem hann gerði í tengslum við það og eru til sýnis í Hafnarhúsinu. Að auki eru sýnd þrjátíu grafísk verk, ætingar og þrykk í eigu Landsbanka Íslands sem hann vann einnig í tengslum við Áfanga.  Þá eru á sýningunni þrjú vídeóverk eftir Svein M. Sveinsson í Plús film sem er varpað samtímis á þrjá veggi. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.

Saturday 30 May 11 a.m. – 5 p.m.
Family tour to Richard Serra‘s Áfangar in Viðey Island
Hafnarhús and Viðey Island

Guided tours through the exhibition Áfangar by Richard Serra in Hafnarhús at 11 a.m. and 1 p.m. and around the artist´s work in Viðey Island at 1 p.m. and 4 p.m. Refreshments in Viðey Island. The ferry departs from Ægisgarður pier at 11:50 am and 2:50 p.m. Further information about the ferry: www.videy.com.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com