Listagilid 300×417

Fjöldi umsókna um þátttöku í haustsýningu Listasafnsins á Akureyri

Listagilid

 

Í mars síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í haustsýningu safnsins sem stendur yfir dagana 29. ágúst – 18. október 2015. Forsenda umsóknar er að sýnendur/listamenn búi og/eða starfi á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Alls barst 91 umsókn og mun sérstaklega skipuð dómnefnd velja úr þeim verk á sýninguna. Dómnefndina skipa Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona, Alice Liu myndlistarkona og rekstraraðili gestavinnustofanna Listhúss á Ólafsfirði, Arndís Bergsdóttir hönnuður og doktorsnemi í safnafræði, Hlynur Hallsson myndlistarmaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og Ólöf Sigurðardóttir forstöðukona Hafnarborgar menningar– og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar.

Haustsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi hér á landi og erlendis lifa þær víða enn góðu lífi. Haustsýning Listasafnsins á Akureyri verður tvíæringur og endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com