5ffc135d 8c13 497b 87f0 301e4fe90124

Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt, kvöldganga í Breiðholti og námskeið um myndlist Ragnars Kjartanssonar

Það verður mikið um dýrðir í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt. Frítt er inn á allar sýningar safnsins allan daginn og í boði verða leiðsagnir, tónleikar, ratleikur, málarasmiðja, myndlistarganga og fleiri viðburðir fyrir alla fjölskylduna.

Opnunartími á Menningarnótt
Kjarvalsstaðir kl. 10-22.00
Hafnarhús kl. 10-23.00
Ásmundarsafn kl. 10-17.00

Viðburðir á heimasíðu safnsins

Fimmtudag 17. ágúst kl. 20.00
Myndlistamaðurinn Sara Riel leiðir göngu þar sem skoðuð verða nýleg listaverk í borgarlandslaginu m.a. verk eftir Erró, Ragnar Kjartansson og Theresu Himmer. Veggmynd Söru Riel Fjöður var sett upp árið 2015 á hús við Asparfell.

Gangan hefst við veggmynd Errós á húsinu við Álftahóla 4.
Ókeypis aðgangur.

Föstudag 18. ágúst kl. 12.30

Leiðsagnir á íslensku alla föstudaga um sýninguna
Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi. Sýningin samanstendur af lifandi gjörningum, stórum myndbands-innsetningum, ljósmyndum, höggmyndum, málverkum og teikningum.

Leiðsagnir á ensku alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00.

Gjörningurinn Kona í e-moll er annar gjörningur af þremur á sýningunni og stendur yfir til 3. september 2017. Hann fer fram alla daga á opnunartíma safnsins, frá morgni til kvölds.


Námskeið: LISTLEIKNI Ragnar Kjartansson baksviðs
7.–14. september

Námskeið í fjórum hlutum sem tekur fyrir myndlist Ragnars Kjartanssonar út frá mismundandi listgreinum í tengslum við sýninguna Guð, hvað mér líður illa í Hafnarhúsi.

Í verkum Ragnars fléttast saman myndlist, leikhús, tónlist og bókmenntir með fjölbreyttum hætti. Fagfólk á hverju sviði flytur erindi um þær skírskotanir sem Ragnar vinnur með og hvaða hlutverki þær kunna að gegna í list hans.

Fyrirlesarar eru Auður Ava Ólafsdóttir listfræðingur, Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri, Elísabet Indra Ragnarsdóttir dagskrárgerðarmaður og Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og listamaður.

Fimmtudagur 7. sept. kl. 17– 19.00
Auður Ava Ólafsdóttir – Listasaga

Laugardagur 9. sept. kl. 11–13.00
Benedikt Erlingsson – Leiklist

Sunnudagur 10. sept kl. 11–13.00
Elísabet Indra Ragnarsdóttir –  Tónlist

Fimmtudagur 14. sept. kl. 17–19.00
Ragnar Helgi Ólafsson – Bókmenntir

Þátttökugjald er kr. 28.000
Skráning hér

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com