19617b32 D5d7 418c B586 86a5ba32abe4

Fjölbreytt dagskrá í haustfríi grunnskóla Reykjavíkur

Fjölbreytt dagskrá í haustfríi grunnskóla Reykjavíkur

Það verður mikið um að vera hjá Listasafni Reykjavíkur í haustfríi  grunnskóla borgarinnar frá 19.–23. október. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá á meðan á fríinu stendur, auk þess sem fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn. Fjölbreyttar sýningar eru í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá

Hafnarhús
Fimmtudag 19. október kl. 14.00
Erró smiðja fyrir fjölskyldur

Smiðja fyrir fjölskyldur í tengslum við sýninguna Því meira, því fegurra í Hafnarhúsinu.

Þátttakendur vinna saman klippimynd með aðferðum sem Erró notar í sinni listsköpun. Afraksturinn verður til sýnis á safninu í framhaldi smiðjunnar.

Forráðamenn fá frítt inn á safnið í fylgd með börnum meðan á haustfríinu stendur.

Kjarvalsstaðir
Fimmtudag 19. október kl. 14.00
Fjölskylduskemmtun: Smiðjur og LARP

Frístundamiðstöðin Tjörnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir fjölskylduskemmtun í haustfríi grunnskólanna.

Boðið verður upp á þrenns konar föndursmiðjur: Pappírs-mósaík, skrímslagerð og skartgripagerð.

Einnig verður rauntímaspunaspil (LARP) í anda Game of Thrones á Klambratúni með alvöru platsverðum.
Kaffi, kleinur og djús í boði.

Kjarvalsstaðir
Föstudag 20. október kl. 13.00
Örnámskeið fyrir 6-10 ára

​Á námskeiðinu verður unnið með ýmis viðfangsefni sýningar Önnu Líndal, Leiðangur, t.d landakort, hæðalínur, mælingar, jökla, vatn og eldgos. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Guðný Rúnarsdóttir myndlistamaður.

Námskeiðið hefst kl. 13.00 og stendur í tvær klukkustundir.
Áhugasamir mæti tímanlega, takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Ásmundarsafn
Mánudag 23. október kl. 13.00
Örnámskeið í teikningu fyrir 8 til 12 ára

Sigga Björg Sigurðardóttir myndlistamaður leiðir örnámskeið þar sem þátttakendur fá handleiðslu í teikningu þar sem list Ásmundar Sveinssonar verður höfð til fyrirmyndar.

Áhugasamir mæti tímanlega, takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Dagskrána má nálgast á heimasíðu safnsins.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com