K&B

Fimmtudagurinn langi í Kling & Bang

Verið velkomin á listamannaleiðsögn og spjall með Aniara Omann um sýningu hennar Porous Tomorrow, 27. ágúst kl. 20.00 

Á Fimmtudeginum langa bjóða fjöldi safna og sýningarstaða í miðbænum upp á lengdan opnunartíma. Þá er tilvalið að bregða sér í snertilausan göngutúr, skoða fjölbreyttar listasýningar og heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn. Enginn aðgangseyrir. 

Fulla dagskrá Fimmtudagsins langa má nálgast hér

Aniara Omann
Porous Tomorrow
22.08. – 27.09

Aniara Omann vinnur jöfnum höndum með skúlptúra, vídeó, hljóð, texta og gjörninga í rannsóknum sínum á mörkum efnislegra hluta og á mörkunum á milli þeirra. Hún nýtir sér aðferðir leikmunagerðar og sækir sér innblástur í fagurfræði vísindaskáldskapsins sem endurspeglar svo sterklega ástand mannkyns í samtímanum með vísan til ímyndaðrar framtíðar eða hliðarveruleika.

Omann vinnur með niðurbrjótanleg efni, tilbúna leikmuni og tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpi; hún setur hér fram innsetningu sem einkennist af sjálfbærum og framtíðarkenndum efniviði, skapar þannig hugleiðingu um ástand vistkerfisins og ýjar að mögulegri útgáfu af framtíðinni. Aniara Omann er afar eftirtektarverður danskur listamaður sem býr og starfar í Glasgow.

www.aniaraomann.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com