Fos Ice Group

Sex íslenskir fulltrúar í Frontiers of Solitude

Sex íslenskir fulltrúar í Frontiers of Solitude

Íslensku listamennirnir Finnur Arnar , Elvar Már Kjartansson, Karlotta Blöndal, Monika Frycova, Kristín Rúnarsdóttir og Þórunn Eymundardóttir hafa verið valdir til að taka þátt í alþjóðlega samstarfsverkefninu Frontiers of Solitude. Verkefnið tekur á yfirstandandi umbreytingu landslags og tengsl þess milli síðiðnaðarsamfélagsins og náttúru. Markmiðið er að búa til vettvang til að stuðla að samvinnu og skiptast á upplifun milli listamanna, vísindamanna og stofnana ásamt því að kanna og túlka nýlegar og langtíma umbreytingar landslags. Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands er samstarfsaðili verkefnisins sem er leitt af Školská 28 (Deai/setkani) í Tékklandi og í samstarfi við Atelier Nord í Noregi. Íslenski hluti verkefnisins hófst 10. ágúst þegar átta manna hópur lagði af stað í rannsóknarleiðangur um Ísland. Mánudaginn 17. ágúst munu þátttakendur halda kynningu, sýna athuganir og deila vangaveltum frá rannsóknarleiðangrinum. Listamennirnir eru: Pavel Mrkus og Diana Winklerova frá Tékklandi, Greg Pope og Ivar Smedstad frá Noregi, Karlotta Blöndal og Finnur Arnar. Viðburðurinn hefst kl. 16:30 í Herðurbreið, Seyðisfirði.

Verkefnið er fjármagnað með styrk frá uppbyggingarsjóði EES frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi fyrir menningararf og samtímalistir.

Nánar um verkefnið: http://skaftfell.is/2015/08/frontiers-of-solitude/ og http://frontiers-of-solitude.org

———————————————————————————————————————–

Six Icelandic representatives in Frontiers of Solitude

Icelandic artists Finnur Arnar, Karlotta Blöndal, Monika Frycova, Þórunn Eymundardóttir, Elvar Már Kjartansson and Kristín Rúnarsdóttir have been selected to participate in the international project Frontiers of Solitude. The project focuses on current transformations of the landscape and the close connections between our post-industrial civilization and nature. The aim is to foster collaboration and an exchange of experiences between individual artists, researchers and initiatives, and to explore and interpret recent and long-term transformations of the landscape. Skaftfell – Center for Visual Art, Seyðisfjörður East Iceland, is partner in the project with is lead by Skolska 28 Gallery (Deai/setkani), Czech Republic in collaboration with Atelier Nord, Norway. The Icelandic part of the project begun on August 10 when a group of eight started their expedition from Reykjavík. On Monday August 17 the artists will show observations and reflections from the expedition. They are Pavel Mrkus and Diana Winklerova from Czech Republic, Greg Pope and Ivar Smedstad from Norway and Icelandic artists Karlotta Blöndal and Finnur Arnar. The event will take place at 16:30 in Herðubreið Community Centre in Seyðisfjörður.

The project is supported by grant from Iceland, Lichtenstein and Norway through the EEA grants for Cultural Heritage and Contemporary Arts.

http://frontiers-of-solitude.org

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com