Sím.listamenn

Félagsskírteini SÍM 2021

Kæru félagsmenn SÍM,

Líkt og á síðasta ári stefnum við að því að panta skírteinin fyrir næsta ár núna í lok nóvember svo þau verði klár fyrir áramót. Það er gert svo hægt sé að senda þau um leið og greiðsla félagsgjalda hefur borist, og þá þurfið þið ekki að bíða lengi eftir skírteininu.

Þess vegna viljum við biðja ykkur sem hafið flutt á árinu að uppfæra hjá okkur heimilisfangið ykkar svo þið fáið skírteinið ykkar sent á réttan stað.

Eins og í fyrra viljum við bjóða þeim sem vilja skipta um mynd á sínu skírteini að senda okkur nýja mynd.

Þið einfaldlega sendið okkur upplýsingarnar á netfangið sim@sim.is

Lokafrestur til að skila inn nýrri mynd er sunnudagurinn 22.nóvember 2020 – ATH ekki verður hægt að skipta út myndum sem berast eftir þann tíma.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com