Félagsfundur SÍM miðvikudaginn 30. maí 2012

Fundargerð

Félagsfundur SÍM miðvikudaginn 30. maí 2012 kl. 20:00-22:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Fundinn sátu auk Hrafnhildar Sigurðardóttur formanns og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur framkvæmdastjóra þrír félagsmenn SÍM. Stjórnarmeðlimirnir Ásmundur Ásmundsson, Unnar Örn Jónasson, Kristín Gunnlaugsdóttir og Katrín Elvarsdóttir boðuðu forföll.

 

 

Félagsfundur settur kl. 20:05.

  1. Starfsáætlun stjórnar SÍM. Farið var yfir starfsáætlun stjórnar fyrir árið 2012-2013 og hugur félagsmanna kannaður um stefnumál sambandsins. Formaður SÍM kynnti starfsáætlunina og þau málefni sem stjórn SÍM ætlar sér að vinna að á næsta starfsári. Fundarmenn voru ánægðir með áætlunina, en bentu á nauðsyn þess að stofnað yrði einhverskonar samtök um sýningaraðstöðu fyrir listamenn líkt og viðlíka stofnanir í Þýskalandi þ.e. Kunstverein og í Noregi Kunstforeninger. Rætt var um gamla listamannaskálann og Kjarvalsstaði í því samhengi. Formaður benti á að slíkar ábendingar væri gott að fá í þeirri könnun sem gerð verður á vegum félagsins á næstu mánuðum.
  2. Rætt var um fyrirhugaða launakönnun SÍM. Á þessu ári ætlar SÍM að gera launa- og skoðanakönnun hjá félagsmönnum samtakanna, líkt og gert var árið 1995. Slík könnun yrði góð til samanburðar og myndi nýtast sem tæki í hagsmunabaráttu myndlistarmanna (sjá nánar í starfsáætlun). Áríðandi er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo að hún verði marktæk. Það er ætlun stjórnar að vinna upp úr könnuninni greiningarskýrslu á stöðu myndlistarmanna á Íslandi.
  3. Húsnæðismál /vinnustofur. Rætt var um þau samkvæmt beiðni aðalfundar. Að beiðni félagsmanna á aðalfundi SÍM í mars s.l. var þessum félagsfundi ætlað að ræða um rekstur á vinnustofum og gestavinnustofum á vegum SÍM. Það vakti furðu viðstaddra á félagsfundinum að enginn þeirra sem hófu máls og gagnrýndu þann rekstur á aðalfundi skildu hafa séð sér fært að mæta til fundarins, þrátt fyrir að hann hafi verið boðaður með tveggja vikna fyrirvara.
    Ingibjörg framkvæmdastjóri setti fram tölulegar upplýsingar um rekstur á vinnustofum og gestavinnustofum. Ljóst er að ef hann yrði tekinn út úr rekstri SÍM og gerður að sér rekstrarfélagi og starfsmönnum SÍM fækkað um einn starfsmann myndi rekstrarhalli SÍM verða tæpar 7 milljónir miðað við núverandi rekstur og þjónusta við félagsmenn minnka. Það þýddi einnig að hækka þyrfti félagsgjöldin úr 14.000 í lámark 25.000 krónur. Það er ljóst að töluverður rekstrarhagnaður er af rekstri gestavinnustofanna fyrir erlenda listamenn, sem gefur SÍM svigrúm til annara hluta s.s. að styrkja ferðasjóð Muggs, Dag myndlistar og að niðurgreiða þjónustu SÍM við félagsmenn. Var fundurinn sammála um að það komi ekki til greina að aðskilja rekstur á gestfainnustofum og vinnustofum frá rekstri SÍM, enda aðgengi að vinnustofum á hagstæðu verði eitt af helstu hagsmunamálum félagsmanna.
  4. Önnur mál. Engin önnur mál voru á dagskrá.

Fundi slitið kl. 21:45

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com