Logo Graent

Félagsfundur SÍM í samstarfi við Myndlistarfélagið laugardaginn 13. febrúar á Akureyri

Laugardaginn 13. febrúar, kl. 13:00 til 15:00, verður haldinn félagsfundur SÍM í samstarfi við Myndlistarfélagið.

Fundurinn verður haldinn í sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10, Akureyri.

Efni fundar:

/// VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM  segir frá herferðinni “Við borgum myndlistarmönnum” og kynnir Framlagssamninginn.

/// Kynning á BHM – Bandalagi Háskólamanna

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri SÍM fer yfir það helsta sem felst í því að vera félagi í BHM.

/// Önnur mál

Félagsmönnum gefst tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri til stjórnar SÍM, ræða hagsmunamál og spyrja spurninga.

Súpa og léttar veitingar í boði

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com