Félagsfundur SÍM, haldinn í SÍM – húsinu 26. ágúst 2014.

Félagsfundur SÍM, haldinn í SÍM – húsinu 26. ágúst 2014.

Tilefni fundarins var að ræða stöðu SÍM vegna launakröfu fyrrverandi

formanns SÍM.

Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum og var hann sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið um árabil.

Formaður SÍM, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, setur fundinn og kynnir málið. Formaður útskýrir hvað liggi til grundvallar afstöðu stjórnar SÍM til kröfu VR, en stjórn SÍM hafði áður hafnað launakröfum fyrrverandi formanns.

Rætt var um málið fram og aftur og hafa fundarmenn sterkar skoðanir á málefninu.

Gerla hefur kynnt sér kjör formanna hinna aðilarfélaga BÍL og leggur til að laun

allra starfsmanna SIM verði sundurliðuð í ársreikningi SÍM framvegis.

Rætt er um lögmæti ráðningarsamnings fyrrverandi formanns og er ljóst að hann

hefur ekki verið nógu ítarlegur. En fundurinn telur augljóst að um tímabundinn samning sé að ræða og vísar þar til laga SÍM. Einnig eru uppi efasemdir um að samningurinn teljist löglegur, þar sem eingöngu einn fulltrúi stjórnar áritar hann og hann er ekki vottaður. Fyrrverandi formanni var vel kunnugt um þá hefð sem skapast hefur í SIM við formannaskipti og eru engin fordæmi fyrir því að fráfarandi formenn fái lokagreiðslu umfram það sem þeir eiga rétt á, nái þeir ekki kjöri.

Fundurinn telur að fyrrverandi formaður hafi oftekið orlof og hafi einnig gerst sekur um óeðlilega miklar fjarvistir frá starfi sínu sem formaður. Fundarmenn draga í efa

að vinnuframlag fyrrverandi fromanns hafi verið fullnægjandi miðað við starfshlufall.

Í starfslýsingu formanns SÍM er tekið fram að öll vinna formanns skuli fara fram á skrifstofu formanns í SÍM húsinu.

Stjórn SÍM hefur ákveðið að allir samnigar SIM við starfsfólk SÍM verði yfirfarnir, en nauðsynlegt er að tilgreina öll frávik frá eðilegur kjörum í samninga.

Fram kemur að ef grunur leikur á að ef starfsmaður hafi gerist brotlegur í starfi, gilda ekki ákvæði um uppsagnarfrest, þó viðkomandi hafi verið með ótímabundinn samning.

Fundurinn telur að kanna þurfi hvort fyrrverandi formaður hafi gerst brotlegur í starfi.

Grunur leiki á að fyrrverandi formaður sé sek um umboðssvik í samskiptum sínum við Künstlerhaus Lukas og að hafa eytt gögnum úr fartölvu formanns, sem er í eigu SIM. En gagnaeyðing er mjög alvarlegt brot í starfi.

 

Fundurinn samþykkir að stjórn SIM ráði lögfræðing til að svara kröfum VR og einnig til að kanna ýtarlega grun um umboðssvik og afglöp í starfi. Fundurinn felur stjórn SÍM umboð til að sækja málið fyrir hönd félagsmanna.

Samþykktir:

Fundurinn samþykkir einróma að hafna kröfu VR, og telur að fyrrverandi formaður hafi fengið meira en nóg greitt nú þegar.

Fundurinn samþykkir einróma að fela stjórn SÍM að kanna hvort fyrrverandi formaður hafi gerst brotleg vegna eyðingar gagna í eigu SÍM.

Fundurinn samþykkir einróma að fela stjórn SÍM að kanna hvort fyrrverandi formaður hafi gerst sek um umboðssvik með því að villa á sér heimildir eftir að starfi hennar sem formaður SÍM var lokið.

Fundurinn fordæmir einróma framkomu fyrrverandi formanns SIM og telur hana algjörlega fordæmlausa og siðlausa.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com