24879839 2030446590519485 2438217587907336497 O

Félagar í Gáttinni sýna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Félagar í Gáttinni sýna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Opnun föstudaginn 3. ágúst kl 16

Verið velkomin á sýningu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Svartalogn er yfirskrift sýningar sem félagar úr ARTgallery GÁTT sýna íEdinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-24. ágúst 2018. Þeir félagar sem sýna eru: Annamaría Lind Geirsdóttir, Didda Hjartardóttir Leaman, Hrönn Björnsdóttir, Igor Gaivoroski, Jóhanna V Þórhallsdóttir, Kristbergur Ó Pétursson og Kristín Tryggvadóttir.

Um listamennina:

Anna María Lind Geirsdóttir. Önnu Maríu er umhugað um plánetuna Jörð. Þar af leiðandi hefir hún unnið flest sín verk á ferlinum í vefstól og úr tuskum. Tuskur eru flíkur sem að hætt er að nota og hún klippir í lengjur til að geta ofið úr þeim; endurvinnsla. Litapallettan er þegar til þannig að hún litar ekki sjálf heldur safnar litum þar til hún á í það sem hana langar að vefa eða segja frá. Það er yfirlýsing í efninu sjálfu, tuskunum, um að vera nýtinn og vinna úr því sem að hendi er næst. Ekki nota mengandi efni við sköpunina heldur reyna að tjá hugsun með efni sem að kannski er ekki auðveldasti miðill til að segja frá með. Hún útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Winchester School of Art í Bretlandi 2008 en hefur unnið að myndlist frá útskrift í MHÍ 1992. Hún hefur haldið einkasýningar og einnig tekið þátt í samsýningum bæði á Íslandi og erlendis.

Didda H. Leaman útskrifaðist úr Nýlistadeild MHÍ 1987, og hélt eftir það  í framhaldsnám í málaradeild Slade School of Fine Art, London. Þaðan útskrifaðist hún með Higher Diploma of Fine Art 1989. Verk Diddu tengjast kerfum, kortlagningu og frásagnaminnum. Oftast er þar eitthvert ferli, frásögn af leið sem er farin, í mörgum tilfellum tvinnuð saman við sagnaminni. Þau byggja öll á sama grunni. Það er heimatilbúnum talnaleik listakonunnar, sem er í sterkum tengslum við birtu og myrkur. Didda er fyrst og fremst málari, þó að hún noti marga miðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Hún hefur mest málað olíumálverk, en jafnhliða þeim hefur hún unnið með blek og vatnsliti.

Hrönn Björnsdóttir (f. 1965) lauk prófi í landslagsarkitektúr frá Universtität Hannover íÞýskalandi árið 2001. Hún hefur stundað nám í Myndlistarskóla Kópavogs og sótt fjölmörg námskeið bæði erlendis og á Íslandi. Hrönn hefur haldið fjórar einkasýningar, íÞýskalandi (2004) og í Anarkíu Listasal (2014,2015 og 2017) og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi, í Þýskalandi og NY í USA.Aðalviðfangsefni list hennar er: Leitin að innri kyrrð, sem  hún vinnur með blandaðri tækni ýmist á við, pappír eða striga. Félagi í SÍM – Samtök íslenskra myndlistarmanna.Félagi í Íslensk Grafík.

Igor Gaivoronski (1961 er fæddur í Lettlandi.  Hann lauk námi í listaskóla Riga og fór í textílnám í Vitebsk, í Hvíta-Rússlandi. Hann var í rússneska hernum í 2 ár og lauk síðan náminu í textílfræðunum í Vitebsk.  Hann flutti til Montreol í Canda og fór í nám í  ISDM (tísku hönnun). Hann hefur verið búsettur hér í 5 ár og er félagi í Gáttinni og einnig í SÍM.

Jóhanna V. Þórhallsdóttir (f. 1957) hefur eftir áratuga starf sem söngkona og kórstjóri flutt sig yfir í myndlistina.Hún lauk námi við við Akademie für Bildenden Künste íKolbermoor í Þýskalandi hjá Professor Markus Lüpertz 2017. Einnig hefur hún stundað nám í Kunstakademie í Bad Reichenhall. Áður hafði hún lagt stund á myndlist viðMyndlistarskóla Kópavogs (2009-2015) og Myndlistaskólann í Reykjavík (2012-2014). Hún hefur haldið fjórar einkasýningar í Kópavogi og einkasýningu í Edinborgarhúsinu og tekið þátt í samsýningum í Kópavogi og í Þýskalandi, Síðast sýndi hún í Oberstdorf í Þýskalandi í sumar. Hún er félagi í ART67 og ARTgalleryGÁTT og rekur Gallerí Göng í Háteigskirkju í Reykjavík.

Kristbergur Ó Pétursson (f. 1962) útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslandsárið 1983 og stundaði framhaldsnám við De Rijksakademie van Beeldende Kunsten íAmsterdam 1985–1988. Hann á að baki margar einkasýningar og hefur tekið þátt ísamsýningum bæði heima og erlendis. Kristbergur kenndi við Myndlista- og handíðaskólann 1989–2000 og hefur haldið námskeið í teikningu og grafík jafnframt þvíað vera virkur í sýningarhaldi á eigin verkum.

Kristín Tryggvadóttir ( 1951) er ættuð frá Vestfjörðum en býr í Kópavogi.  Hún útskrifaðist sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands, nam myndlist við Handíða- og Myndlistaskólann, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs með tengingu við listasöguna. Hún hefur unnið með mörgum listamönnum í vinnustofum á Íslandi, Danmörku og Ítalíu og hefur haldið margar einkasýningar og einnig samsýningar á Íslandi, Danmörku, Ítalíu og New York. Kristín er félagi í SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Íslenskri grafík og er á meðal stofnenda Anarkíu árið 2013. Verk Kristínar spegla hin óræðu og mikilfenglegu öfl íslenskrar náttúru, jörð, ís, og eld, unnin aðallega í olíu, grafík og blandaðri tækni.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com