Farfuglar Image 21maj

Farfuglar: fyrirlestur og sýningaropnun

Farfuglar: fyrirlestur og sýningaropnun
Laugardaginn 26. maí kl. 14:00

Sýningarsalur Skaftfells


Í tæplega tvo áratugi hefur Skaftfell rekið gestavinnustofur fyrir listamenn sem hefur getið af sér 250 heimsóknir listamanna. Sumir hafa skilið eftir sig áþreifanlega slóð, aðrir huglæga minningu. Einhverjir hafa komið hingað mörgum sinnum og sumir hafa jafnvel fest hér rætur til frambúðar.

Sýningin Farfuglar sem opnar næstkomandi laugardag er tileinkuð gestavinnustofum Skaftfells. Á henni er litið til baka á starfsemina ásamt sjónrænni framsetningu úr skjalasafni Skaftfells. Einnig verða til sýnis listaverk eftir núverandi gestalistamenn Jemila MacEwan, Hannimari Jokinen ásamt Joe Sam-Essandoh og Elena Mazzi í samstarfi við Söru Tirelli.

Farfuglar opnar með fyrirlestri listamannanna Hannimari Jokinen og Joe Sam-Essandoh um yfirstandandi rannsókn þeirra á þrælahaldi sem tengist ævi Hans Jónatan á Djúpavogi á nítjándu öld.

Að fyrirlestrinum loknum verður fluttur stuttur gjörningur og boðið upp á léttar veitingar.

Sýningunni verður lokað með málþingi um þróun gestavinnustofa á Austurlandi frá aldamótum. Lesa nánar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com