Eygló Harðard.

Eygló með listamannsspjall í Listasafni Árnesinga

Eygló með listamannsspjall

í Listasafni Árnesinga á sunnudaginn

Sunnudaginn 7. febrúar kl. 15 býðst gestum tækifæri til þess að svala forvitni um tilurð nokkurra verkanna á sýningunni MÖRK með því að eiga beint samtal við listamanninn Eygló Harðardóttur. Með litum og formgerð höfðar Eygló til upplifunar og tilfinninga áhorfandans, en hvernig við skynjum liti og form í rými er háð ýmsum þáttum og skilyrðum og upplifunin er ávallt persónuleg. Eygló mun ræða við gesti, segja frá hvernig hugmyndir að verkunum og glímuna við að útfæra þær.

Eygló nam myndlist bæði hér heima og í Hollandi og hefur notið ýmissa viðurkenninga fyrir list sína. Samhliða listsköpun hefur hún sinnt listkennslu við Listaháskólann og Myndlistaskólann í Reykjavík með hléum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com