Eygló Harðardóttir sýnir í Týsgallerí

15e4e0f4-2552-4865-ad4d-9ecf9a46eddf

 

Verið velkomin á opnun í Týsgallerí.Fimmtudaginn 5. mars, klukkan 17, opnar í Týsgallerí sýningin SAMSÍÐA SJÓNARHORN með verkum Eyglóar Harðardóttur. Sýningin stendur til 29. mars.

„Upplifunin sem okkur gæti fundist raunveruleg og mælanleg staðreynd er í raun ómælanleg, hún er hluti af einstakri og persónulegri upplifun. Liturinn er allt í kring, hann er ekki fastur við yfirborð hlutanna heldur er upplifunin á honum háð mörgum þáttum og skilyrðum.”

Eygló Harðardóttir (f. 1964) lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnámi við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede Í Hollandi.

Árið 2014 lauk Eygló MA gráðu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands með rannsóknarritgerðinni Listaverk gefur vísbendingar um þrívíða nálgun í litanámi.

Eygló hefur undanfarið fengist við samsett málverk sem oft eru óhlutbundnir skúlptúrar, staðbundin verk unnin inn í rými ásamt myndbandsverkum. Hún hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í eigu opinberra safna.

http://eyglohardardottir.net/


Týsgallerí var stofnað á haustmánuðum 2013 og er sýningin sem opnar nú sú fimmtánda í röðinni.

Markmið gallerísins er að starfa náið með myndlistamönnum sem eru virkir á listasenunni á Íslandi en starfa jafnframt alþjóðlega. 

Í galleríinu er talsvert úrval verka til sölu eftir listamenn sem við höfum mikla trú á og erum við með teikningar, málverk auk þrívíðra verka til sýnis og sölu á staðnum. Týsgallerí tekur að sér að skipuleggja vinnustofuheimsóknir og tekur á móti einstaklingum og hópum sem hafa áhuga á að kynna sér myndlist sem fjárfestingarleið, eða bara fræðast um það sem er nýjast og ferskast í myndlist á Íslandi í dag. Auk þessa tökum við að okkur að setja upp sýningar á vinnustöðum og stofnunum.

Týsgata 3, 101 Rvk

Sími: +354-571 0380
tysgalleri@tysgalleri.is

www.tysgalleri.is

Týsgallerí er styrkt af Reykjavíkurborg

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com