Gréta Mjöll Bjarnadóttir: Landið sem er ekki til
fös., 01. nóv.
|Reykjavík
Verið velkomin á sýningu Grétu Mjallar Bjarnadóttur "Landið sem er ekki til" í SÍM salnum, Hafnarstræti 16. Sýningin verður til 23. nóvember 2024.
Dagsetning & tími
01. nóv. 2024, 19:00
Reykjavík, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland
Um viðburðinn
Ljóð lýsa tilfinningum og skilning á upplifun og þau geta þannig haft áhrif á alla listsköpun. Í daglegu lífi og námi gefur ljóðlistin hverjum og einum tækifæri til þroska.
Innsetningin “ Landið sem er ekki til ” byggir meðal annars á áhrifum myndmáls á mig í ljóðum tveggja ljóðskálda þegar bækur þeirra komu út hér á landi fyrir um 30 árum. Þar er um að ræða Edith Södergran f. 1892 d. 1923 og Hannu Mäkelä f.1943. Þar er um að ræða Edith Södergran f. 1892 d. 1923 og Hannu Mäkelä f.1943. Njörður P. Njarðvík þýddi og gaf út 1992 bók Södergran: „Landið sem er ekki til ”.
Ljóð hennar og skilgreiningar á sköpunarferlinu, tilfinningum og viðhorfum einkenndust af einlægni náttúrubarnsins, gagnrýni og siðferðisábyrgð og hugrekki og dómgreind þrátt fyrir baráttu við erfið kjör. Edith var á undan samtíð sinni með femíniskri tjáningu í ljóðum. Edith lýsir ljóðagerð sinni á þennan hátt: „Ég yrki ekki ljóð“ sagði hún, „heldur skapa ég sjálfa mig, og ljóðin eru leiðin til sjálfrar mín.“ Hannu Mäkelä kom inn í nýtt myndmál ljóða í Finnlandi sem mótaðist eftir 1950 og einkenndist af nýsköpun þar sem ljóðið verður sjálf myndin og kemur úr hugarheimi skáldsins. Eyvindur Pétur Eiríksson þýddi bók Hannu Mäkelä „Árin sýna enga miskunn“. 1993.
Njörður P Njarðvík og Eyvindur Pétur Eiríksson.
Kærar þakkir fyrir frábærar þýðingarnar þessara áhrifamiklu ljóða og leyfi ykkar.
-
Poems describe feelings and understanding of an experience, and they can thus influence all artistic creation. In everyday life and studies, the art of poetry gives everyone the opportunity to grow.
The installation "The land that doesn't exist" is based, among other things, on the effect of imagery on me in the poems of two poets when their books were published in Iceland about 30 years ago. It is about Edith Södergran b. 1892 d. 1923 and Hanna Mäkelä b.1943. It is about Edith Södergran b. 1892 d. 1923 and Hanna Mäkelä b.1943. Njörður P. Njarðvík translated and published Södergran's book in 1992: "The country that does not exist".
Her poems and definitions of the creative process, feelings and attitudes were characterized by the sincerity of the child of nature, criticism and moral responsibility and courage and judgment despite the struggle against difficult conditions. Edith was ahead of her time with feminist expression in poetry. Edith describes her poetry in this way: "I don't write poems," she said, "but I create myself, and the poems are the way to myself." Hannu Mäkelä entered a new imagery of poetry in Finland that took shape after the 1950s and was characterized by innovation where the poem becomes the image itself and comes from the poet's mind. Eyvindur Pétur Eiríksson translated Hanna Mäkelä's book "The years show no mercy". 1993.
Njörður P Njarðvík and Eyvindur Pétur Eiríksson.
Many thanks for the wonderful translations of these moving poems and your permission.