top of page

Þorgerður Jörundsdóttir: Of mikil náttúra

fim., 11. jan.

|

Reykjavík

Þorgerður Jörundsdóttir: Of mikil náttúra
Þorgerður Jörundsdóttir: Of mikil náttúra

Dagsetning & tími

11. jan. 2024, 12:00 – 23. jan. 2024, 16:00

Reykjavík, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Um viðburðinn

Í sýningunni of mikil náttúra er leitast við að fjalla um líffræðilega fjölbreytni náttúrunnar á tímum hamfarahlýnunar. Talað er um sjötta aldauða tegundanna af vísindamönnum. Við sem tilheyrum mannkyninu viljum gleyma því að við erum hluti þessarar tegundaflóru. Áhrif okkar á náttúruna og allt umhverfið eru slík að nú er talað um mannöld. Veðurfarsbreytingar, dauði tegundann, og samband okkar við náttúruna í fortíð, nútíð og framtíð eru okkur afskaplega hugleikin en á sama tíma finnum við fyrir djúpri andstöðu og tregðu til gangast við sköpunarverki okkar og örlögum. Við búum þannig í ímynduðum veruleika og við ímynduð tengsl við náttúruna. Annars vegar teljum við okkur drottna yfir náttúrunni og geta stýrt henni, en hins vegar erum við jafn ofurseld duttlungum hennar og aðrar dýrategundir.

Verkin á sýningunni eru annars vegar myndverkin unnin með bleki en svo teiknað ofan í með tússi. Efniviðurinn sem er á mörkum þess að vera óhlutbundinn og fígúratívur er sóttur í margvísleg náttúruform. Verkin eru unnin í miklum smáatriðum og undir stækkunargleri. Formin eru allt frá því að vera stór og afgerandi að því að vera örsmá og vart sjáanleg nema við mikla grandskoðun. Hins vegar eru þrívíð verk úr fjölbreyttum efnivið, þar er notast við rekavið, gifs, leir og léreft í bland. Verkin eru sambland af þekkjanlegum og óþekkjanlegum lífrænum formum, þau eru máluð að einhverju leyti, Litavalið er einfalt hvítt með svörtu og gráu.

Opnun verður fimmtudaginn 11. janúar klukkan 17.00 Sýningin stendur til 23. janúar 2024.

Opnunartímar mánudaga til föstudaga 12.00-16.00 Laugardaga 13.00-17.00

Share this event

bottom of page