SÍM Hlöðuloft: Jean Antoine Posocco – 40 árum síðar
lau., 04. nóv.
|SÍM Hlöðuloft, Korpúlfsstaðir
Verið velkomin á opnun yfirlitssýningar Jean Antoine Posocco laugardaginn 4. nóvember milli kl. 13:00 og 18:00 á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum.
Dagsetning & tími
04. nóv. 2023, 13:00 – 19. nóv. 2023, 17:00
SÍM Hlöðuloft, Korpúlfsstaðir, 112 Reykjavík, Ísland
Um viðburðinn
*English below*
Verið velkomin á opnun yfirlitssýningar Jean Antoine Posocco laugardaginn 4. nóvember milli kl. 13:00 og 18:00 á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum.
“Í ár fagna ég 40 ára veru minni hér á Íslandi og stóran hluta af þeim tíma hef ég dúllað mér við að teikna, sumum til ama og öðrum til skemmtunar. Af því tilefni langaði mig að gefa fólkinu sem ég hef kynnst í gegnum tíðina og öðrum áhugasömum tækifæri til að skyggnast inn í sköpunargleði sem býr í mér því sumir þekkja mig sem myndskreyti, aðrir sem póstburðarmann eða bókaútgefanda, kokk, vatnslitamálara, málmsmið, kennara eða félagsliða og enn aðrir sem skapmikinn karakter sem liggur ekki á skoðunum sínum.”
Jean Antoine Posocco er fæddur í Frakklandi 1961. Hann kom til Íslands árið 1983 og menntaði sig frá árinu 1985-1989 í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Hann setti fyrsta myndasögunámskeiðið á Íslandi af stað árið 1994 og tók við útgáfu hasarblaðsins Blek árið 1997 og hefur haldið ótrauður áfram að gefa það út undir nafninu NeoBlek. Hann hefur tekið virkan þátt í myndlistarlífi með einka- og samsýningum auk þess sem myndasögur eftir hann hafa birst í dagblöðum og tímaritum.
Sýningin stendur til og með 19. nóvember. Opið alla virka daga, nema miðvikudaga milli kl 14:00 og 18:00 en á milli kl. 12:00 og 17:00 um helgar.
---
Welcome to the opening of Jean Antoine Posocco's retrospective titled "40 years later" on Saturday, November 4 between 13:00 and 18:00 at SÍM Hlöðuloft in Korpúlfsstaðir.
"This year I'm celebrating 40 years of being here in Iceland, and for a large part of that time I've been dabbling in drawing, to the annoyance of some and to the amusement of others. For that reason, I wanted to give the people I've met over the years and other interested people the opportunity to see into the creativity that resides in me, because some know me as an illustrator, others as a postman or book publisher, a cook, a watercolor painter, a metal worker, a teacher or members of the club and still others as a moody character who does not believe in his opinions."
Jean Antoine Posocco was born in France in 1961. He came to Iceland in 1983 and studied art at the Icelandic school of Arts and Crafts from 1985-1989.
He launched the first comics course in Iceland in 1994 and took over the publication of the action magazine Blek in1997. He has taken an active part in the art scene with solo and group exhibitions, and comics by him have appeared in newspapers and magazines.
The exhibition runs until November 19. Open every weekday, except Wednesdays between 14:00 and 18:00 but between 12:00 and 17:00 on weekends.