top of page

Líf sprottið af steini

fim., 05. sep.

|

Reykjavík

Í tilefni 200 ára afmæli hússins í Hafnarstræti 16 verður haldin sýning með listamönnum sem við fyrstu sýn vinna með ólík viðföng en við nánari skoðun verða samtölin ljós sem verk þeirra geyma sín á milli.

Líf sprottið af steini
Líf sprottið af steini

Dagsetning & tími

05. sep. 2024, 12:00 – 21. sep. 2024, 17:00

Reykjavík, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Um viðburðinn

Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 5. september kl 17:00-20:00 í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16.


Í tilefni 200 ára afmæli hússins í Hafnarstræti 16 verður haldin sýning með listamönnum sem við fyrstu sýn vinna með ólík viðföng en við nánari skoðun verða samtölin ljós sem verk þeirra geyma sín á milli. Sýningin mun taka yfir sýningarsal SÍM í Hafnarstræti ásamt því að virkja garðinn og bygginguna að utan með nýju útilistaverki eftir Rögnu Róbertsdóttur, Vikram Pradhan og gjörningi ásamt öðrum nýjum verkum eftir Curro Rodriguez.


Sýningarstjóri er Þórhildur Tinna Sigurðardóttir. Hún skrifar um tilkomu sýningarinnar:


“Útgangspunkturinn var byggingin sjálf en einnig framvinda tímans, þar sem húsið hefur staðið í tvær aldir, sem leiddi mig að því að einblína á listamenn sem vinna með efnið sem leiddi mig að listamönnum sem hafa unnið út frá steinum sem á endanum leiddi mig að samtali efnisins við andann og útkoman er myndlistarsýning með Curro, Rögnu og Vikram sem búa öll og starfa í Reykjavík. Sýningin kannar því samband hins veraldlega við hið andlega. Hvernig efni sem standa tímans tönn búa yfir kröftum sem þögul vitni og myndað huglægar brýr á milli náttúru og manna. Sýningartextinn mun fara dýpra út í þá sálma en það hefur verið virkilega spennandi að fylgjast með samtali þeirra á milli við gerð nýrra verka fyrir tilefnið og ég trúi að framsetningin muni koma gestum skemmtilega á óvart þó ég segi sjálf frá ! ”


Opið hús laugardaginn 7. september kl 13:00-17:00. Þar gefst gestum tækifæri á að kynnast húsakynnum í Hafnarstræti 16.


Sýningin er unnin í samstarfi við Borgarsögusafn og Reykjavíkurborg.

Opnunartími sýningar:


Mánudaga til föstudaga 12-16


Laugardaga 13-17

//

A Seed Grown from Stone - art exhibition & new outdoor artwork by Ragna Róbertsdóttir

05.09.-21.09.2024


Welcome to the opening of the exhibition on Thursday 5 September at 17:00-20:00 at SÍM Gallery, Hafnarstræti 16.

On the 200th anniversary of the building at Hafnarstræti 16, an exhibition will be held with artists who, at first glance, work with different subjects, but upon closer inspection, the conversations that their works hold between each other become clear. The exhibition will take over SÍM Gallery in Hafnarstræti, as well as activating the garden and the outside of the building with new outdoor artwork by Ragna Róbertsdóttir, Vikram Pradhan and a performance together with new works by Curro Rodriguez.


Curated by Þórhildur Tinna Sigurðardóttir who said about the show:


"The starting point was the building itself but also the progression of time, as the building has stood for two centuries, which led me to focus on artists who work with raw material which led me to artists who have worked from stones which ultimately led me to think of how material and the spiritual collide and the result is an art exhibition with Curro, Ragna and Vikram who all live and work in Reykjavík. The exhibition therefore explores the relationship between the worldly and the spiritual. How materials that stand the test of time possess powers as silent witnesses and form conceptual bridges between nature and humans. The performance text will go deeper into those hymns, but it has been exciting to observe the conversation between them while creating new works for the occasion, and I believe that the presentation will pleasantly surprise the visitors, even if I do say so myself! "


Open house on Saturday, September 7 at 13:00-17:00 where visitors will have the opportunity to get to know the building in Hafnarstræti.

The exhibition is done in collaboration with the Reykjavík City Museum and the City of Reykjavík.


Exhibition opening hours:


Monday to Friday 12 – 4 pm


Saturday 1 – 5 pm

Share this event

bottom of page