top of page

Anna Þóra Karlsdóttir - NÁTTÚRULEGA

lau., 06. júl.

|

Reykjavík

Verið velkomin á opnun sýningar minnar NÁTTÚRULEGA sem opnuð verður á Korpúlfsstöðum laugardaginn 6. júlí klukkan 15. Sýningin er opin alla daga frá kl.13-18 og aðgangur er ókeypis.

Anna Þóra Karlsdóttir - NÁTTÚRULEGA
Anna Þóra Karlsdóttir - NÁTTÚRULEGA

Dagsetning & tími

06. júl. 2024, 13:00 – 21. júl. 2024, 18:00

Reykjavík, 112 Reykjavík, Ísland

Um viðburðinn



Verið velkomin á opnun sýningar minnar NÁTTÚRULEGA sem opnuð verður á Korpúlfsstöðum laugardaginn 6. júlí klukkan 15. Sýningin er opin alla daga frá kl.13-18 og aðgangur er ókeypis.


„Inn er gengið, ljós læðist um glugga og leggst til hvílu á ullarreyfi. Reyfin koma af fénu sem fylgt hafa okkur frá því land byggðist. Ullin er náttúran. Í hana sækjum við vernd og værð, efni og anda.


Anna Þóra vinnur verk sín á eðlilegan og náttúrulegan hátt úr ullinni, tosar þel og tog úr henni á áreynslulausan hátt og beinir efninu í ákveðnar áttir í sköpun sinni.


Henni er, eins okkur flestum, eðlislægt að leita í náttúruna og endurskapa tilfinninguna um tengsl okkar við hana. Í hana sækjum við kraft okkar og séum við með skilningarvitin opin finnum við fyrir hlutdeild okkar í heiminum og tengsl okkar við allt sem er.


Verk Önnu Þóru taka á sig ýmsar myndir, ullin sem hvíldi á jörðinni lyftist upp í rýminu og efni breytist í anda. Fyrir augum okkar svífa línur, litir og form sem líða um í rýminu og beina sjónum okkar til himins og jarðar. Þó að sum þeirra sýnast við fyrstu sýn vera bundin í formi sínu eru þau, þegar betur er að gáð, án fastra útlína eða ramma. Þau leita út í rýmið og tengjast þannig umhverfi sínu og umheimi á náttúrulegan og eðlilegan hátt.

Verkin hvíla í umhverfinu og augu okkar hvíla í þeim.

Náttúru lega.“


Guðlaugur Valgarðsson, sýningarstjóri


Anna Þóra hefur fengist við myndlist og myndlistarkennslu frá því hún lauk námi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Konstfack í Stokkhólmi. Sýningin „Náttúrulega“ er tólfta einkasýning hennar. Þá hefur hún tekið þátt í um fimmtíu samsýningum síðan 1975.


Anna Þóra hefur tvisvar fengið starfslaun úr Launasjóði myndlistarmanna. Í fyrra skiptið í sex mánuði, og í seinna skiptið í tvö ár. Hún hefur einnig dvalið á vinnustofum erlendis við listsköpun sína. Listasafn Ísland og Listasafn Reykjavíkur eiga bæði verk eftir Önnu Þóru.


www.annathora.is


///


Welcome to the opening of my new exhibition NATURALLY opening on Saturday 6th July at Korpúlfsstaðir at 15:00. The exhibition is open every day from 13:00-18:00, admission is free of charge.


Naturally is the title of a new art exhibition by Anna Þóra Karlsdóttir opening on Saturday, 6th of July at Korpúlfsstaðir.

"Light creeps through a window and rests upon a woollen fleece."


"Icelandic wool originates from ancestral sheep, which were brought over during the settlement age. It represents nature, and in it we seek protection and warmth for both the body and soul.


Anna Þóra works with the wool effortlessly in an organic and natural way. Like most, she instinctively looks towards nature in order to recreate that feeling of place. For it is in nature that we draw our strength, and if we are open enough, we can find our place within the world and with it, our fundamental connection to all and everything.


Anna's creations take on various forms. Works of wool which rest on the ground rise up into the space and are seemingly transformed into spirit. Before our eyes float, contours, colours and shapes directing our attention towards both the heavens and earth. Although some, at first glance, appear bound within their forms, closer inspection reveals untamed qualities without borders of frames. They permeate space, connect to the environment, and reach, Natural-ly, towards the world outside."


Guðlaugur Valgarðsson, the curator


Anna Þóra has been involved in art and art teaching since she finished her studies at Iceland's School of Art and Crafts and Konstfack in Stockholm in the seventies. The exhibition "Naturally" is her twelfth solo exhibition. Since 1975, she has participated in about fifty group exhibitions. She has received a grant from the Visual Artists Salary Fund twice: first for six months and then for two years. She has also stayed in studios abroad for her artistic creation. Works by Anna Þóra are held in the National Gallery of Iceland and Reykjavík Art Museum.


Share this event

bottom of page