Nikulás Og X

Ertu ekki að grínast — Nikulás Stefán Nikulásson

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á leiklestur úr verkinu “Ertu ekki að grínast” eftir Nikulás Stefán Nikulásson í samstarfi við Leikhópinn X. Viðburðurinn stendur yfir þetta eina kvöld, laugardaginn 7. apríl, frá kl 20 til 22.

Þátttakendur:

Birgitta Sigursteinsdóttir
Hjörtur Sævar Steinason
Hulda Lind Kristins
Magnea Baldursdóttir
Jens Jensson
Ester Sveinbjarnardóttir
Halldóra Eyfjörð
Nikulás Stefán Nikulásson

Úr verkinu:

Við erum stödd heima hjá nr.17. Þetta er stór risíbúð í skuggahverfinu. Inni eru svo gott sem engin húsgögn bara tveir ískkápar, 5 kollar og rautt teppi yfir öllu gólfinu. Lyktin er ógreinileg, ekki beint matarlykt en þykk og austurlensk. Áhugamanna leikhópurinn, sem kallar sig Ert´ekki að Grínast!, hittist annan hvorn þriðjudag í risíbúð 17 og æfir improve. Improve er einsskonar spuna tækni í leiklist, frábær leið til að opna sig og efla sjálfstraustið.

“Oft líður mér eins og verki eftir Harald Jónsson, Vakúm-pakkað Ryk eða leikvöllur að nóttu til, en sem betur fer heldur frunsan mín mér félagsskap og tárin mín sem vekja hana þar sem hún sefur á efri vörinni og mig fer að svíða og ég kroppa í hana svo hún hverfi aldrei.”
___________

Nikulás Stefán Nikulásson, f.1987, útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands 2013 og vinnur og starfar í Reykjavík. Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum eftir útskrift, m.a. “Koma svo” á Listasafni ASÍ, 2016, “Piano” á Listasafni Íslands og “Feng Shui vandamál” í Kunstschlager 2014.
___________

Viðburðurinn er hluti af sýningaröðinni “Við endimörk alvarleikans”. Sýningarstjórar eru Steinunn Önnudóttir og Halla Hannesdóttir og er sýningaröðin styrkt af Myndlistarsjóði.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com