Endurlit – Aðalheiður Valgeirsdóttir 21.maí – 1. júní 2015

IMG_1234

 

 

Endurlit – Aðalheiður Valgeirsdóttir

21.maí – 1. júní 2015

Fimmtudaginn 21. maí kl. 18:00 verður opnuð í Gallerý Bakarí á Skólavörðustíg 40, sýning á verkum Aðalheiðar Valgeirsdóttur. Sýningin ber yfirskriftina Endurlit en þar sýnir Aðalheiður vatnslitamyndir sem unnar eru á síðustu tveimur árum.

Á sýningunni lítur Aðalheiður til baka í tvennum skilingi. Hún notar vatnslitamiðilinn sem tæki til úrvinnslu eigin minninga og tvinnar saman við listsögulegar tilvísanir. Orðið endurlit merkir upprifjun einhvers sem liðið er og endurtekningin verður þannig framkvæmd endurminninga og um leið verkleg úrvinnsla þeirra. Verkin bera með sér skírskotun til einhvers sem er kunnuglegt frá fyrri tíð og mætti telja sem endurtekningu eða endurlit.

Myndlistarferill Aðalheiðar spannar rúm þrjátíu ár en hún lauk prófi frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1982 og MA-prófi í listfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Aðalheiður vann grafíkverk í upphafi ferlis síns en hefur nær eingöngu helgað sig málverkinu á undanförnum árum. Endurlit er tuttugasta einkasýning Aðalheiðar en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga bæði innan lands og utan.

 

Endurlit_GalleriBakari 2015.jpg

 

 

 

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com