Bvaldavin3

End of show 10.02. — ‘Góðan dag og nótt’ í Harbinger

(ENGLISH BELOW)

Við viljum vekja athygli ykkar á því að sýningunni ‘2 become 1: #bvaladvin Góðan dag og nótt’ lýkur næstkomandi laugardag, 10. febrúar. Opið er föstudag 9. feb frá 12-17 og laugardag frá 14 -17.

Bíddu aðeins! ég er á klósettinu! Eða heyrðu.. komdu bara inn og kíktu á mig.

Jæja þá … þá erum við komin inná baðherbergi saman. Salernið eða baðherbergið er einstaklega persónulegt pláss; þangað fer maður og gerir ýmslegt nauðsynlegt sem enginn má sjá né vita um. Baðherbergið, auk svefnherbergisins, eru persónulegustu rými heimilisins. Svefnherbergið er þó talið að einhverju leyti æðra eða helgara klósettinu. Í svefnherberginu byrjar og endar hver dagur og oftar en ekki hvers manns ævi. En í svefnherberginu er maður mestan tíma meðvitundarlaus, í öðrum heimi hulinn sæng og myrkri.

Baðherbergið er ekki síður merkilegur staður sem á stóran þátt í upphafi og enda hvers dags. Þar hreinsar maður sig að utan og innan áður en maður heldur út í daginn eða inní drauma næturinnar. Maður dagdreymir í baði eða flýr þangað og læsir að sér í húsi hjá ókunnugum. Hér á sýningunni birtast okkur ýmsar af grunnstoðum hversdagsins steyptar í grákalda íslenska steypu. Ég segi ekki meira í bili en vona að þú hafir það gott og gagnlegt. Góðan daginn og góða nótt.

_ _ _

Í sýningaröðinni ‘2 become 1’ eru tveir listamenn fengnir til að vinna saman sem einn sé.

Í fyrstu atrennu eru það þau Baldvin Einarsson og Valgerður Sigurðardóttir sem taka af skarið með sýningunni ‘Góðan dag og nótt’. Listamennirnir sem um ræðir eru ekki einungis förunautar i listinni heldur einnig i lífinu. Með daglegu samneyti byggja elskhugarnir upp gagnkvæmt traust og djúpstæðan skilning á verkum og hugsanaferlum hvors annars. Koddahjalið veitir innsýn í hugarheima sem öðrum eru luktir. En þad er samt sem áður krefjandi ad vinna að sameiginlegri útkomu en ekki hvort fyrir sig. Þá er mál að leggja kúlið til hliðar, kveða niður egoið, mætast í miðjunni og leyfa samrunanum að eiga sér stað.

Að grundvelli sýningaraðarinnar eru hugmyndir um höfundarverkið og endurspeglun sjálfsins í gegnum höfundarverkið, um listina sem vettvang samskipta, og einnig sú dýnamík sem skapast þegar það er ekki einn sem leiðir heldur þegar að listaverkin verða afurð samstíga samstarfs og sköpunarferlið verður samruni.

_ _ _

Baldvin og Vala eru Íslendingar sem ólust upp á Íslandi en búa nú og starfa í Belgíu. Baldvin útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 sem bakkalár og útskrifaðist svo aftur í Belgíu sem meistari frá konunglegu akademíunni í Antwerpen árið 2014. Valgerður útskrifaðist sem bakkalára árið 2015 frá Listaháskóla Íslands og er nú að ljúka meistaranámi við konunglegu akademíuna í Ghent. Þetta er í fyrsta sinn sem listamennirnir vinna verk í sameiningu en þau hafa sitt í hvoru lagi sýnt um víðan völl, bæði hér heima á Fróni og á meginlandinu, Evrópu. Þau störfuðu bæði í Kunstschlager sem var glæsilegt og öflugt sýningarrými og afl hér á Íslandi á árunum 2012 – 15 og sjá nú um, ásamt öðrum íslenskum demöntum, Listrýmið ABC Klubhuis í Antwerpen, en það tók til starfa síðasta haust og hefur vakið gríðarlega lukku þar í borg. Þau verða bæði hér á opnuninni þannig að ég hvet þig eindegið til að rabba við þau ef þú ert í vafa um eitthvað eftir þennan lestur (ef opnunin er búin er alltaf hægt að hafa samband á gmail). Gjöriði svo vel!

_ _ _

Sýningarstjórar eru Halla Kristín Hannesdóttir og Steinunn Önnudóttir

Harbinger er styrkt af Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóði

​/////

 

We’d like to bring to your attention that the exhibition ‘2 become 1: #bvaladvin Good day and night’ comes to an end this weekend. Final opening times are Friday February 9th from 12-5 PM and Saturday from 2-5 PM.

Wait! I’m in the bathroom! Actually… just come on in.

So, here we are… in the bathroom together. This is a very private place; it’s where you do all kinds of necessary business that no one needs to know about. The bathroom, as well as the bedroom, are the most private spaces of the home. The bedroom, however, is more highly regarded than the bathroom. You begin and end each day in the bedroom, however most of the time spent there you are unconscious, in another world surrounded by fluffy doonas and darkness.

But the bathroom is also a part of the beginning and the end of each day. It’s where you get yourself clean before you head out into a new day or drift off into your nightly dreams. A bath is perfect for daydreaming and it’s where you can lock yourself up to hide away in a strangers house. This show exhibits the grey scale of every day life moulded into grey Icelandic concrete. That’s all for now. Good day and good night.

_ _ _

The exhibition series ‘2 become 1’ brings together two artists working as one. The artists are not only companions in art but also in life. Baldvin Einarsson and Valgerður Sigurðardóttir start off the series with their exhibition ‘Good day and night’. With their daily communion the lovers gain each others trust and experience a deep understanding of each others processes and works. Pillow talk provides an insight into a mindset that is hidden to others. Having to pursue a communal outcome demands each of the artists’ to put their ego aside, find a common ground and allow a unification to take place.

The exhibition series contemplates the ideas of authorship and self reflection through authorship. It considers the idea of art as a forum for communication and the dynamics that arise when the outcome is an artwork created in a unison between two artists.

_ _ _

Baldvin og Vala are Icelanders that grew up in Iceland but now live and work in Belgium. Baldvin graduated with a BA from the Icelandic Academy of Arts in 2001 and graduated again in Belgium with an MA from the Royal Academy Antwerp in 2014. Valgerður got her BA in 2015 form the Icelandic Academy of Arts and is in her final stages of her MA degree at the Royal Academy Ghent. This is the first time the artists produce work together, but they have exhibited in their home country as well as in other places in Europe. They were both members of Kunstschlager, an exhibiton space that was running in Reykjavik between 2012-2015. At the moment they run ABC Klubhuis, an art space in Antwerpen, along with other Icelandic members. Both of the artists will be present at the opening so we encourage you to come by and have a chat, especially if you are in any doubt after reading this text (after the opening you can always contact them via gmail). Enjoy!

_ _ _

Curators Halla Kristín Hannesdóttir og Steinunn Önnudóttir

Harbinger is funded by Reykjavíkurborg and Myndlistarsjóður

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com