Breytileg Aform Web

Emma Heiðarsdóttir sýnir í Gallerí Úthverfu á Ísafirði

Emma Heiðarsdóttir – Breytileg áform

29. ágúst – 26. september 2020

Verið velkomin á einkasýningu Emmu Heiðarsdóttur í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. 
Opnun er laugardaginn 29. ágúst kl. 16 en sýningin stendur til 26. september. 

Verkin bera með sér hugleiðingu um ferðalag frá einum punkti til annars, þar sem tengsl okkar við hinn ytri heim eru virkjuð. Þessi virkjun hefur ekki endilega hlutlæga ásýnd, stundum er hún huglæg og stundum er hún áform. 

Emma Heiðarsdóttir (f. 1990 í Reykjavík) nam myndlist við Listaháskóla Íslands og Konunglegu listaakademíuna í Antwerp. Verk Emmu verða gjarnan til út frá hugleiðingum um breytileg mörk skúlptúrs og arkítektúrs, listar og lífs. Verkin eru unnin í fjölbreytta miðla og eiga það til að snúa upp á viðtekna sýn okkar á umhverfið. Meðal nýlegra sýninga má nefna; Jaðar í D-sal Listasafns Reykjavíkur, Sequences IX í Kling & Bang og Mótun í i8 Gallery. 

Vefsíða: https://emmaheidarsdottir.info/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com