Untitled 5

Elva Hreiðarsdóttir sýnir í Gallerí Skoti

Elva Hreiðarsdóttir opnar sýninguna Sýn/Vision í Gallerí Skoti á Skólavörðustíg 21a fimmtudaginn 2. júní kl. 17.

Verkin á sýningunni eru einþrykk unnin í veru Elvu í Hvítahúsi, gestavinnustofu í Krossavík á Snæfellsnesi. Myndefni verkanna eru dæmi um það þegar umhverfi hefur áhrif á viðfangsefni listamannsins, án þess að það hafi svo sem verið ætlunin í upphafi…

Elva Hreiðarsdóttir fæddist í Ólafsvík árið 1964. Hún lauk B.ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1989 og BA prófi frá Listaháskóla Íslands, grafíkdeild árið 2000. Einnig hefur Elva sótt Master class námskeið í málun og grafíktækni hjá virtum myndlistarmönnum hér á landi og í Bandaríkjunum. Elva starfar nær alfarið sem myndlistarmaður í dag og hefur vinnustofu á Korpúlfsstöðum í Reykjavík. Hún hefur haldið sextán einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis.

Sýningin mun standa til 12. júní.

Nánari upplýsingar: Elva Art á Facebook og www.elva.is

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com