Image1

Elísabet Birta sýnir í inngangi S.M.A.K í Belgíu

Elísabet Birta Sveinsdóttir flytur gjörning á Etcetera VI í S.M.A.K í Gent, Belgíu fimmtudaginn 15. Nóvember. Viðburðurinn er skipulagður af teymi sem nefnist Ungir Vinir S.M.A.K og gengur út á að bjóða ungum og upprennandi listamönnum að sýna í inngangi safnsins.

„The YOUNG Friends of S.M.A.K. organize an evening of video work and performances.

For the sixth time, the YOUNG Friends organize the video and performance event ETCETERA VI in the entrance hall of S.M.A.K. Under this heading they address a dynamic and unusual program, with the title referring to the unruly nature of the work shown. ETCETERA VI presents emerging artists from Ghent but also established, international names. View work that is in the rest area and is difficult to place in boxes. Expect the unexpected within the museum walls.”

Hér má sjá viðburðinn á Facebook og á vefsíðu S.M.A.K:
https://www.facebook.com/events/1170540463070623/?ti=ia
https://smak.be/nl/vrienden-v-h-smak/activiteiten/etcetera-vi

Gjörningurinn Captivity tekst á við kvenleikann út frá dýrslegum einleikum, englum og kvenlegum erkitýpum í heimi skjáa, fjöldaframleiðslu og stjörnudýrkunar. Manneskjuna og þá sérstaklega hið kvenlega í samhengi við dýr og sögu sameiginlegra einleika þeirra. Verkið er í framhaldi af verkefnunum; Köld Nánd (2016) þar sem áherslan er á kvenlíkamann og áhrif popp menningar á sjálfsmyndina og Horfið (2017) þar sem áherslan er á kvenlíkamann í samhengi við dýr í hringrás kapítalísks iðnaðar- og neysluheims.

Verk Elísabetar Birtu einkennast af senum sem tæla áhorfendur til að gleyma sér í atburðarrásinni, sjónrænni umgjörð og nánd. Ákveðinni gæjuþörf er fullnægt en um leið spegla verkin hvernig áhrif neyslumenningar og kapítalísma birtast sem kröfur til sjálfs síns. Hún sjálf er ekki bara fórnalamb heldur endurspeglar hún dýpra samfélagsmein. Í blandi við augljósa gagnrýni krefjast verkin þess af áhorfendanum að taka afstöðu til viðfangsefnisins og síns sjálfs sem neytenda eða sem dýrategund. Markmið Elísabetar er að bjóða áhorfendum að upplifa verk í rauntíma sem afhjúpar upplifun hennar og sýn á heiminn sem við lifum í.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com