Image1

Elísabet Birta sýnir í Gent

Elísabet Birta Sveinsdóttir tekur þátt í samsýningu í Gent, Belgíu og sýnir ‘virtual’ gjörning á opnuninni föstudaginn 15. júní. Hægt verður að fylgjast með gjörningnum í beinni á netinu bæði á facebook síðu In de Ruimte og instagram síðu Elísabetar Birtu.

Hér má sjá viðburðinn á facebook

Elísabet Birta verður með vídeóverk á sýningunni ‘About you’ sem mun standa í eina viku en gjörningurinn verður sýndur í beinni á opnuninni. Það verða fleiri gjörningar á samsýningunni og munu listamennirnir fremja þá á staðnum.

Gjörningurinn ‘Angels, On being on earth’ verður einskonar eins manns svefnherbergis tónleikar, eins manns partý með hundi, kind og uppstoppuðum ref.

Ég leitast við að skapa ástand sem á sér stað í kjarna tilverunnar, þegar ég leita sannleikans með með veruleikaflótta. Þá koma mögulega í ljós mín hinstu hjartans mál…

Hægt verður að fylgjast með gjörningnum á instagram reikning Elísabetar Birtu (slóð hér að neðan) og slóð á beinu útsendinguna á facebook verður einnig deilt á viðburðinn.

http://instagram.com/elisabetbirta
www.elisabetbirtasveinsdottir.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com