Horfið Mengi

Elísabet Birta sýnir gjörning á ráðstefnu í Ríga

(ENGLISH BELOW)

Gjörningurinn Horfið eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttur, með tónlist í samstarfi við Ísabellu Katarínu Márusdóttur, verður fluttur á ráðstefnu í Ríga á Lettlandi föstudaginn 2. mars 2018. Ráðstefnan ber titilinn: Practicing Communities: Transformative Societal Strategies of Artistic Research og er haldin í Zirgu Pasts, Latvian Academy of Culture.

Elísabet Birta flutti brot úr verkinu á A queer ballroom for the hot bodies of the future á Everybody’s Spectacular í Iðnó í október sl., en verkið í fullri lengd sýndi hún í Mengi í desember 2017.

„Ég þrái að vera eins og fugl, villtur og frjáls sem fylgir innsæi sínu. Ég þrái að vera eins og fiskur, villtur og nakinn í sjónum. Ég þrái að vera eins og hundur, villtur, hlýr og næmur. Ég bý í heimi sem ég hef búið til í kringum sjálfa mig, heimi þar sem ég sjálf er undirtylla.“

Verkið er á mörkum þess að vera myndlist, dans eða tónleikar og fjallar um hlutgervingu kvenlíkamans líkt og dýra í neyslusamfélagi samtímans, verkið byggist á yfirdrifinni tilvistarkreppu og uppgjöf gagnvart mannskepnunni. Endurtekning og þráhyggja í verkinu sem birtist í gjörðum flytjandans snýst um sjálfsmeiðingu í vítahring kapitalismans. Persónan er sértekning eða abstraktisering á göllum manneskjunnar í nútímanum, hún er gagnrýnin en einnig sek, lifir og tekur þátt í umhverfi sem hún skapaði utan um sig sjálfa sem er að kúga hana.

Elísabet Birta Sveinsdóttir er dans- og myndlistarkona, búsett í Reykjavík. Í gjörningaverkum hennar renna á áhrifamikinn hátt saman myndlist, tónlist og sviðshreyfingar þar sem hún hefur undanfarin ár unnið mikið með birtingarmyndir kvenlíkamans, hvernig kvenleikinn er meðhöndlaður, kvenlíkaminn hlutgerður eins og dýr í neyslusamfélagi nútímans. Elísabet Birta útskrifaðist með BA-gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og BA-gráðu í myndlist frá sama skóla árið 2017.

 

//ENGLISH//

Horfið, a performance by Elísabet Birta Sveinsdóttir with music in collaboration with Ísabella Katarína Márusdóttir, will be featured at the symposium, Practicing Communities: Transformative Societal Strategies of Artistic Research, at Zirgu Pasts, Latvian Academy of Culture, on Friday 02.03.2018.

Elísabet Birta performed a version of the project at A queer ballroom for the hot bodies of the future at Everybody’s Spectacular at Iðnó in October and as an independent event at Mengi in December 2017.

“I desire to be like a bird, wild, intuitive and free. I desire to be like a fish, wild and naked in the sea. I desire to be like a dog, wild, intuitive and empathetic as a political declaration.”

The piece is somewhere between visual art, dance and a concert. The undertone of the performance is built on overdriven existential crisis, the person is an abstraction of the faults of the contemporary human kind, critical and guilty at the same time, lives and participates in a world she has created around herself – that subordinates her.

Elísabet Birta Sveinsdóttir is a performer and visual artist, based in Reykjavík. Recently her interdisciplinary work focuses on representation, and connotations of femininity and objectification of women, like animals, in consumerist society. Elísabet Birta received her Bachelor’s degree in contemporary dance from Iceland Academy of the Arts in 2013 and a Bachelor’s degree in Fine Art, from the same school, in 2017.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com