Úr Hreifimyndinni Eldingaflótti

Eldingaflótti – síðasta sýningarhelgi

Síðasta sýningarhelgi Eldingarflótta er föstudaginn 13. desember til sunnudagsins 15. desember. Sýningin er í Gallerí Braut, Suðurlandsbraut 16, 3. hæð, opið milli klukkan 14:00 og 18:00.

Öll velkomin

Elín Helena Evertsdóttir myndlistarkona sýnir þar ný verk, tréskúlptúr, teiknimynd og málverk. Erkitýpan Gosi kemur við sögu og þema sýningarinnar er meðal annars flótti og þráin eftir því að vera mannlegur.

Elín Helena útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá The Glasgow School of Art árið 2005 og með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum og vinnur oft með hugmyndir um skynjun, umbreytingu, tilfinningar og það óvenjulega í því venjulega. Hún notar miðla sem henta verki hverju sinni, ljósmyndatækni, videó, hljóð, texta, teikningu, gjörning eða skúlptúr.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com