12644870 1701282620129088 4616425377962421844 N

Ekkisens óskar eftir tillögum listamanna að samsýningum fyrir árið 2016!

Ekkisens óskar eftir tillögum listamanna að samsýningum fyrir árið 2016! Um er að ræða sýningar sem byggja á samstarfi tveggja til allt að tíu listamanna. Sendið umsókn á ekkisens.artspace@gmail.com og takið fram hvaða listamenn hyggjast vinna saman og lýsið hugmynd að sýningu í grófum dráttum.

Fyrsti umsóknarfrestur 15. mars fyrir sýningar á tímabilinu 01.04. – 31.05.
Annar umsóknarfrestur er 1. júlí fyrir sýningar á tímabilinu 01.09 – 31.11.

Ekkisens er tilraunarými sem leggur áherslu á upprennandi kynslóðir listamanna. Miða má við að viðkomandi listamenn séu yngri en 35 ára og/eða með ungan feril í listum. Nánari upplýsingar:www.ekkisens.wordpress.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com