Processed With VSCOcam With M2 Preset

Ekkisens -laugardaginn 3. október kl. 17:00

Þann 3. október opnar sýningin „Ætilegt óæti: Að flýja hugmyndafræði matargerðar“ í Ekkisens. Sýningaropnun verður kl. 17:00 og verður sýningin opin 4. – 11. október frá kl. 12:00 – 17:00.

Að baki sýningunni stendur listakonan Pengruiqio sem er af kínversku bergi brotin og nýflutt til Íslands frá Englandi. Pengruiqio útskrifaðist úr stærðfræðideild háskólans í Manchester en fluttist svo til London þar sem hún sneri við blaðinu og fór að vinna í myndlist.

Úr sýningaskrá:
„Ég flutti til Íslands, skyndilega og mjög óvænt. Ég tók þá ákvörðun að ímynda mér að ég væri sjómaður og að förin til Íslands væri mín fyrsta sjóferð. Ég málaði mynd af mér sem sjómanni, þar sem ég fyrst hitti fyrirþennan ókannaða heim af matargerð.

Sjómaður í mér fór í sjóinn og safnaði ígulkerum, þangi, kræklingi og marglyttum. Ég tók kræklinginn heim og ég spilaði tónlist fyrir hann svo hann myndi skyrpa út úr sér sandinum, sem var mín eigin uppfinning að matreiðslu á honum. Óvæntar og undarlega lausnir virtust eðlilegar í þessu töfrandi ókunna landi, svo ég fór að reyna aðra hluti sem hefðu áður virst fáránlegir. Í mínum heimi var þetta mjög náttúrulegt ferli.“

Á sýningunni mun Pengruiqio sýna málverk og matreiðsluuppskriftir. Einnig mega gestir eiga von á því að finna verk á sýningunni til átu. Verið velkomin.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com