22449932 10159164922348125 1204838472465897579 N

EITT ÞAK TAKK – Gjörningar á vegum LHÍ vegna komandi kosninga!

EITT ÞAK, TAKK! – Gjörningakvöld

Nemendafélög Myndlistardeildar og Sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands standa fyrir gjörningakvöldi fimmtudagskvöldið 19. október kl. 20.00 til að vekja athygli á málefnum Listaháskólans í ljósi komandi kosninga.
Húsnæðismál Listaháskólans hafa lengi verið í ólestri: Skólinn er í dag rekinn á fimm mismunandi stöðum, aðgengi fatlaðra er lélegt eða ekki til staðar í byggingum skólans og var tveimur hæðum byggingarinnar við Sölvhólsgötu lokað af Heilbrigðiseftirlitinu í vor vegna þess að rýmin voru gegnsýrð af myglu.
Eins eru öll hús skólans nema Lauganes leigð á tímabundnum leigusamningum, og erum við því í kapphlaupi við tímann að koma skólanum öllum í Lauganes áður en fyrstu leigusamningarnir renna út árið 2022.

#undireinuþaki2022
Gjörningarnir munu taka á stefnumálum Jafnréttisdaga LÍS, sem eru aðgengi fatlaðra, fjárhagslegt aðgengi, skert fjármagn og húsnæðismál háskólanna með myllumerkinu:

#kjóstumenntun
Gjörningakvöldið fer fram í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 (gengið inn að aftan) og hefst kl. 20.00. Frítt inn!
Allir hjartanlega velkomnir!

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com