Einntilníu / Onetonine – Sara Riel | 7.mars, kl. 17 í Listamenn Gallerí

plakatsmall

 

Einntilníu er titillinn á einkasýningu Söru Riel í Listamenn Gallerí við Skúlagötu 32 í Reykjavík sem opnaði 7.mars, klukkan 17.00. Sýningin stendur til 23.mars og er opið alladaga frá 09-18:.. nema laugardag og sunnudaga en þá er opið klukkan 12-18.

Sara Riel sýnir glænýjar teikningar og málverk, sem fjalla um stærðfræði, formfræði og vísa stílbrigðin sterkt í abstraktlist og módernisma.

Útgangspunkturinn er rúmfræðilegur en hefur sterka og í raun beina tengingu í algebru og talnafræði. Byggt er á ströngum leikreglum (frumsemdukerfi) og verkfærum þar sem unnið er með einhver hreinustu rúmfræðileg form sem við þekkjum: hring, línu, þrí-,fer-,fimm-,sex-, sjö-,átt- og níhyrning. Grunnverkfærin eru blýantur, sirkill og reglustika.

Í þessum leiðangri afmáir Sara Riel mörkin á milli myndlistar, tónlistar, stærðfræði og vísinda og bíður okkur að finna mátt myndrænnar skynjunar á þessum fyrirbærum. Með könnun sinni minnir Sara jafnframt okkur á að draumur Evklíðs (og í raun draumur margra stærðfræðinga fram að okkar tímum) um hið fullkomna stærðfræðilega kerfi sé ómögulegt. Þannig verða annaðhvort alltaf til mótsagnir eða staðhæfingar sem eru sannar en ósannanlegar.

Sara Riel (f.1980) er myndlistarmaður sem býr og starfar í Reykjavík, lauk námi frá Kunsthochschule Berlin-Weissensee 2005. Listamaðurinn vinnur í mismunandi efni og miðla og eru verkin frásöguleg og smáatriðamiðuð. Hún er þekkt fyrir viðamikið myndrænt tungumál og persónlegan stíl sem vísar í samfélagsleg málefni og náttúruna. Listasaga, graffiti og grafísk hönnun eru mikilvægir tilvísunarþættir. Sara Riel hefur sýnt í helstu söfnum og galleríum Íslands sem og víðsvegar á erlendri grundu. Hún er þekktust fyrir áþekkjanleg stór veggverk víðsvegar um Reykhjavíkurborg en auk þess er hægt að finna verk eftir hana á götum stórborga á borð við Berlin og Tokyo.

 

www.sarariel.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com