Everydayfortune01

Einkasýning Sigurðar Atla Sigurðssonar opnaði í PRÁM Studio í Prag

Síðastliðinn fimmtudag opnaði einkasýning Sigurðar Atla Sigurðssonar Everyday Fortune í sýningarrými PRÁM Studio í Prag.  Sýningin sem stendur til 30.október er afrakstur þriggja vikna gestavinnustofudvalar Sigurðar Atla hjá PRÁM Studio.  Á sýningunni má sjá málverk, teikningar, prentverk og klippimyndir á baðmottur, textíl og pappír, ásamt bókverki prentuðu með Risograph tækni í samstarfi við Kudlapress.

Sigurður Atli Sigurðsson lauk meistaranámi í myndlist við Ecole Supérieure d’Art et de Design Marseille-Méditerranée árið 2013 eftir að hafa útskrifast frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands.  Af nýlegum sýningum má nefna: Other Hats – International Print Center New York, Mynd af þér – Skaftfelli, Prent & vinir – Harbinger, Do Disturb – Palais de Tokyo, #KOMASVO – Listasafni ASÍ og Feldstarke – Kyoto Art Center.  Sigurður Atli starfar einnig sem umsjónarmaður prentverkstæðis Listaháskóla Íslands.

Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com