Ethcroppedweb 190017

Einar Þorláksson í Hverfisgalleríi

17.09.16 – 08.10.16

Verið velkomin á opnun sýningar á verkum Einars Þorlákssonar, laugardaginn 17. september kl. 16:00 – 18:00.

(English version below)

Liðin eru tíu ár frá því að Einar Þorláksson myndlistarmaður féll frá og af því tilefni hefur verið sett upp sýning á verkum hans í Hverfisgalleríi. Ingólfur Arnarsson ritar um sýn sína á verk Einars og afstöðuna til málverksins.

Einar Þorláksson – Málverk

Á námsárum mínum rakst ég stundum á verk eftir Einar Þorláksson. Ég staðnæmdist við verkin, eitthvað fangaði mig. Ég var ekki einn um það meðal kollega minna. Margir voru mér sammála um að það væri „eitthvað í þessum myndum“, orðfæri sem var notað til að tjá að um áhugaverða list væri að ræða og að í henni væri hægt að skynja listrænt vit og næmi.

Þetta „eitthvað“ getur verið erfitt að skilgreina, vegna þess hversu samofin merkingarsviðin sem listamaðurinn notast við eru. Þegar staðnæmst er fyrir framan gott, óhlutbundið málverk er flókið að greina virkni þess. Því meir sem myndlist fjallar um grunneigindir sínar og minna um goðsagnir, tengdar listamanninum sjálfum eða viðfangsefnum hans, því torveldara er að nota hækju tungumálsins til útskýringa.

Myndir Einars voru sérstakar, og sumpart ólíkar öðru sem var í gangi. Til útskýringar á þessari sérstöðu hefur bæði verið vísað til náms Einars í Hollandi, sem var langt frá því að vera uppeldisstöð íslenskra myndlistarmanna á þeim tíma, og til sérlegs áhuga hans á súrrealisma. Sjálfsagt er það satt og rétt en ég skynja dýpri, fjölbreyttari og mótsagnarkenndari áhrif, tengd formi, innihaldi, lit og myndskipan. Einar tekst á við margar af grunnstoðum myndlistarinnar sem eru ekki einungis tengdar list hans nánasta samtíma. Tekist er á við grundvallarhugmyndina um hreina og óhlutbundna tjáningu, sem forðast samanburð við raunheima, andspænis hlutbundinni myndlist og hvar listamaðurinn staðsetur sig milli þessara póla. Á sama hátt er velt upp spurningunni um undirvitundina og tjáningu hennar í gegnum misósjálfráða eða sjálfráða tjáningu, um samband dulvitundar og vitundar. Úr heimi tónlistarinnar, sem í eðli sínu er óhlutbundin tjáning, mætti vísa til sambands tónlistarmanna við hefðina: lagrænu, rytma og samhljóm andspænis þáttum svo sem áferð eða hljóðinu sjálfu. Nærtækt er að benda á hvernig spunatónlist sveiflast milli þess að vera tilbrigði við stef yfir í frjálsan spuna með hljóðið sjálft sem efnivið, án tilvísana. Einar hefur greinilega haft viðtæka þekkingu á blæbrigðum hreyfinga óhlutbundinnar tjáningar. Þetta er hægt að skynja í málverkum hans. Hann dansar á margræðan og persónulegan hátt umhverfis einhverja miðju.

Málverk Einars eru í höndlanlegri stærð, trönustærð. Pensilskriftin er frjálsleg en ekki ofsafengin né algjörlega óheft. Abstraksjónin er ekki alger. Myndirnar eru byggðar upp af tiltölulega fáum lögum. Formin eru fremur afmörkuð og óræð. Hugsanlega stundum með skírskotunum í hlutveruleikann en þá aldrei á augljósan máta. Formin eru fremur ættuð úr hugarfylgsnum listamannsins, stundum jafnvel svolítið bernsk og síður með vísun í náttúruform. Titlarnir eru hins vegar sóttir í veruleikann og gjarnan í eitthvað sem Einar hafði lesið. Mjög afgerandi þáttur í list Einars er liturinn. Notast er við akrýlliti sem eru að hluta gerviefni, eru fljótþornandi og bjóða upp á aðra möguleika en olíulitir. Áberandi er notkun á sterkum frumlitum og andstæðum litum, stundum með næstum „neon“ litablæ. Svarti liturinn er oft nálægur. Litirnir hafa einhverja nútímalega skírskotun.

Í myndum Einars birtist glíma við að gæða myndmál abstrakt málverksins lífi, stefnu sem hann var alltaf trúr. Enn eru listamenn samtímans að vinna úr þessum efnivið. Ef þeir kjósa að vinna með vísanir í nærumhverfið er það úr heimi tölvunnar, teiknimynda og dægurmenningar. Það er merkilegt en á einhvern hátt finnst mér verk Einars eigi í samtali við þetta tungumál nútímans.

Ingólfur Arnarsson
Einar Þorláksson var fæddur í Reykjavík 1933 og lést 2006.

Nám við Gooise Academie voor Beeldende Kunsten í Laren í Hollandi 1954–55, Det Kgl. Akademi for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn 1955–56, Statens Kunstakademi í Osló 1956–57 og Statens Handverks- og Kunstindustriskole í Osló 1957–58. Námsferðir um Evrópu og lengst dvöl í Flórens 1957.

Einkasýningar: Listamannaskálinn 1962, Unuhús 1969, Casa Nova 1971, Norræna húsið 1975, Gallerí Sólon Íslandus 1977, Bókasafn Ísafjarðar 1977, Norræna húsið 1981, Gallerí íslensk list 1985, Listhús 1990, Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn 1998.

Sýningin stendur til 8. október.

//

Welcome to the opening of the exhibition of works by Einar Thorláksson, Saturday 17 September at 4 pm – 6 pm.

Ten years ago the artist Einar Thorláksson passed away. This exhibition celebrates the artist’s life and work. Ingólfur Arnarsson has written his reflections on Thorláksson’s work and his vision of painting.

Einar Thorláksson – Paintings

As a young art student I sometimes came across the work of Einar Thorláksson. It gave me pause, because something in it captivated me. In this, I was not alone among my colleagues. There were many who agreed that “there was something there”, a phrase commonly used to express that sense of being confronted by interesting work, within which one can perceive artistic sensibility and flair.

This certain “something” can be hard to define, because it is so highly interwoven with the artist’s own symbolism. When one is confronted by a good abstract painting it is not easy to analyse how it functions. It is even more difficult to rely on the crutch of language to explain work that is based upon its own principles, rather than myths relating to the artist and his subject.

Thorláksson’s paintings are singular and distinct from the currents of their day. In attempting to explain their uniqueness, reference has been made to the facts: firstly, that Thorláksson studied in the Netherlands, unlike many of his Icelandic peers, and, secondly, that he showed an intense interest in surrealism. This is of course correct, but I sense deeper, more diverse and more contradictory influences of form, content, colour and composition. Thorláksson battled with the essential principles of art, not merely those connected to the art of his time. He engaged with the fundamental idea of pure, abstract expression, which unlike objective art avoids any comparison with the physical world, while he at the same time addressed where the artist should place himself between these opposites. Similarly, he explores means of expressing the subconscious through semi-spontaneous or deliberate expression, and the connection between the subconscious and the conscious. One could point to the world of music (in itself a form of abstract expression) and the relationship of musicians to tradition – melody, rhythm and harmony – as opposed to elements such as texture or the sound itself. A concrete example is the way in which improvised music fluctuates between being a variation on a theme to becoming a full-blown improvisation, using only sound as its source material, without any particular point of reference. Thorláksson clearly had a deep knowledge of abstract expression. This can be sensed from his paintings. He dances, in an ambiguous and personal way, around some kind of centre.

Thorláksson’s paintings are of a manageable size; one that can sit easily upon an easel. The brushwork is free, but not violent, nor completely uninhibited. The abstraction is not total. The paintings consist of relatively few layers. The forms are quite clearly defined yet ambiguous. At times, perhaps, he references the physical world, but never in an obvious manner. Rather, the forms can be traced to the depths of the artist’s imagination; at times they are somewhat naïve and, less often, they refer directly to nature. The titles of the works however do derive from the physical world, frequently relating to something that he had recently read. Colour is a defining factor in Thorláksson’s work. He used acrylic colours, which are partly synthetic and which dry fairly quickly, offering a different set of possibilities from oil paints. He worked with strong primary colours and relied heavily on the contrasts between them, often attaining a “neon” hue in his colour palette. Black is ever present. His use of colour had a very contemporary sensibility.

Thorláksson’s work depicts the struggle of bringing life to abstract painting; a form he followed loyally all his life. Even now there are artists who continue to work with this same material. But today if they look to their immediate surroundings, then their sources are the digital world, animation or popular culture. Surprising as it is, I somehow sense that Thorláksson’s work is in direct dialogue with this contemporary language.

Ingólfur Arnarsson
Einar Thorláksson was born in Reykjavik in 1933 and died in 2006.

He studied at Gooise Academie voor Beeldende Kunsten in Laren, The Netherlands 1954-55, Det Kgl. Akademi for de Skønne Kunster in Copenhagen, Denmark 1955-56, Statens Kunstakademi in Oslo, Norway 1956-57 and Statens Handverks- og Kunstindustriskole, Oslo 1957-58. He went on various study trips throughout Europe in the same period, with a lengthy stay in Florence in 1957.

Solo shows include Listamannaskálinn 1962, Unuhús 1969, Casa Nova 1971, The Nordic House, Reykjavik 1975, Gallerí Sólon Íslandus 1977, Ísafjörður Library 1977, The Nordic House Reykjavik 1981, Gallerí íslensk list 1985, Listhús 1990, Kópavogur Art Museum – Gerðarsafn 1998.

Runs through October 8th.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com