Meeting Halfway – Kloster Gravenhorst

Einar Falur Ingólfsson sýnir í Kunsthaus Kloster Gravenhorst í Münster í Þýskalandi

Um liðna helgi var opnuð í Kunsthaus Kloster Gravenhorst í Münster í Þýskalandi afar viðamikil sýning með verkum Einars Fals Ingólfssonar og  grikkjans Panos Kokkinias, sem báðir vinnum með ljósmyndamiðilinn, og landa hans vídeólistamannsins Yorgis Zois.

Sýningin er hluti af viðamikilli listahátíð í Münsterland en í ár er kastljósinu beint að myndlist og tónlist frá Íslandi og Grikklandi.

Sýningin er sett upp í fyrrum klaustri sem nú er helgað samtímamyndlist og fyrir hana valdi danski sýningarstjórinn Gerd Andersen nær öll verkin úr verkefninu Landsýn, sem var sýnr í Hafnarborg í sumar, stóran hluta verkanna af sýningunni Sögustaðir – Í fótspor W.G. Collingwood (m.a. sett upp í Þjóðminjasafninu á Listahátíð í Reykjavík 2010 og í Scandinavia House í New York 2012) og verk úr myndröðunum Skjól og Reykjanesbrautin.


Frekari upplýsingar:

http://www.da-kunsthaus.de/sonderveranstaltungen+M52087573ab0.html

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com