Eg Hef Fengið Nóg

„Ég hef fengið nóg“

Verið velkomin á sýninguna „Ég hef fengið nóg“.

Sýningin opnar klukkan 20:00 föstudaginn 24. júní á sjálfa Jónsmessunótt  í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík með tilheyrandi húllumhæi. Sýningin samanstendur af nýjum verkum eftir myndlistarmennina Arnar Ásgeirsson, Emmu Heiðarsdóttur, Sindra Leifsson og Unu Margréti Árnadóttur.

Það er ekki auðvelt að viðurkenna að maður hafi fengið nóg. Það krefst sjálfsstyrks og mikils vilja að segja hug sinn og breyta samkvæmt því. Þegar við verðum var við eitthvað sem að okkur mislíkar hættir okkur nefnilega allt of oft til þess að segja eitthvað eins og „svona er þetta bara“, „þetta hlýtur að venjast“ eða „þetta hefur alltaf verið svona“. Meira að segja orðin sjálf „ég hef fengið nóg“ skjóta strax upp mjög fráhrindandi minningum og eru oft upphafið að mjög leiðinlegum samræðum.

En þegar betur er að gáð kemur í ljós hversu kraftmikil orðin „Ég hef fengið nóg“ eru. Því að merkustu augnarblik mannkynssögunnar eiga sér einmitt stað rétt á eftir að sagt hefur verið „Ég hef fengið nóg“. Þegar hin viðurkennda hegðun er við það að drekkja andanum í venjubundnum hversdagsleikanum eru það orðin „Ég hef fengið nóg“ sem snúa við taflinu. Þegar maður hefur fengið nóg er ekki hægt að halda því áfram og maður neyðist því til þess að gera eitthvað annað. Og það er einmitt þetta eitthvað annað sem að fær mann til þess að nenna að snúast hring eftir hring inn í eilífðina.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com