24774675 2029461297284681 4075633541970638722 N

Edda Guðmundsdóttir og jólasamsýning GÁTTAR

Verið hjartanlega velkomin á opnun á morgun, laugardaginn 9. des í ARTgallery Gátt Kópavogi. Hamraborg 3a, kl 15-18.

Listakonan Edda Guðmundsdóttir sýnir málverk undir nafninu ” Náttúrutilbrigði ” Málverkin eru máluð nýlega og á liðnum árum, innblásnar af náttúrunni og hinu daglega lífi. Þetta er 9. einkasýning Eddu en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum.

Edda hóf myndlistarnám sitt í Myndmáli Rúnu og var þar í sex vetur. Undanfarin ár hefur Edda verið í Myndlistaskóla Reykjavíkur í módelteikningu, í frjálsri málun og nú síðast í svokallaðri “vinnustofu” í Myndlistarskólanum. Edda tók einnig þátt í portrettmálun hjá David Kassan árið 2009.

Jólin nálgast óðfluga og félagar í Artgallery GÁTT halda í hefðina með sína árlegu jólasamsýningu. Sýningin í ár hefur fengið nafnið Gáttaþefur og má þar finna glæný sem og eldri verk; málverk, teikningar, textíl verk, grafík og skúlptúra.

Sýnendur eru allir félagar í ARTgallery GÁTT

Annamaría Lind Geirsdóttir, Arnar Eiklíður Davíðsson, Didda Hjartardóttir Leaman, Didrik Jón Kristófersson, Guðlaugur J Bjarnason, Helga Ástvalds, Hrönn Björnsdóttir, Igor Gaivoronski, Jóhanna V Þórhallsdóttir, Kristbergur Ó Pétursson og Kristín Tryggvadóttir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com