Dreggjar1

Dreggjar / Remains of a Stay – Künstler Atelier Haus Galerie Sittart, Düsseldorf 1. og 2.júní

Sýningin er hluti af nýju skiptiprógrammi SÍM og Verein der Düsseldorfer Künstler þar sem 2 íslenskir listamenn dvelja á vinnustofum á vegum sambandsins í Düsseldorf í maí en 2 þýskir listamenn á vegum SÍM á  Íslandi í ágúst.

Um sýninguna: Galerie SittArt er í húsi sambandsins sem byggt er 1904 og þar eru um 30 vinnustofur listamanna. Sýningin er afrakstur mánaðar dvalar listakvennanna.

DREGGJAR / REMAINS OF A STAY

“Stundum finnst mér hér eins og ég sé bara að bíða eftir að tíminn líði. En við það að bíða byrja ég að sjá og greina það sem fer framhjá mér venjulega í erli dagsins……”

Eitthvað fínt, smátt, viðkvæmt, eins og taugar en síðan svo stórt eins og lífið. Flókið, margþætt, endalausir vegir, götur, leiðir, flækjur. “ (Á.V.G)

Að fara að heiman og koma sér fyrir á nýjum stað þar sem allt er ókunnugt hreyfir við hugsuninni og opnar á nýja hluti. Rýmið sem skapast virðist stórt og mikið pláss og frelsi. En hvað kemur þá? Hvað situr eftir?

Sýningin er afrakstur mánaðar dvalar tveggja listakvenna frá Íslandi í Düsseldorf.

Sometimes I feel like I’m just waiting for the time to pass. But while waiting I start to see and analyse the things that usually go by unnoticed…..something delicate, small, fragile like nerves and then big as life itself. Complicated, multiplied, with clutters and endless paths, roads and ways to follow. (Á.V.G.)

Leaving home to stay for a short while at a place dedicated to art where everything is new and unfamiliar moves the thought. The space that it creates seems enormous and liberating. What comes then? And what are the remains of a stay?

The exhibition was made while the two artists were at an artist residency in Düsselddorf

Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir er listakona og hönnuður. Verk hennar jafnt í hönnun og listsköpun eru gjarnan undir áhrifum frá verðráttu og náttúru.  Andstæðukennd líkt og íslensk náttúra, eins og kraftmikill stormur eða draumkennt íslenskt landslag. Ásta lærði í Þýskalandi og hefur skapað undir eigin vörumerki síðastliðin 19 ár. Undanfarin ár hefur hún fetað nýjar slóðir í sköpun sinni með  insetningum og skúlptúr meðal annars. Ásta hefur tekið þátt í fjölda sýninga og listviðburðum meðal annars á Íslandi, Japan, Suður-Kóreu, Indónesíu, Ítalíu, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi og Litháen.

Ásta V. Guðmundsdóttir

www.astaclothes.is

Ásta V. Guðmundsdóttir Hvati 2019

Soffía Sæmundsdóttir hefur verið virk á myndlistarvettvangi undanfarinn áratug. Hún hefur tekið þátt og staðið fyrir fjölmörgum einka- og samsýningum heima og erlendis og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Hún hefur þegið vinnustofudvalir víðar svo sem í Banff Centre í Kanada og Lukas Künstlerhaus í Ahrenshoop. Soffía er einkum kunn af  málverkum sínum, en vinnur einnig teikningar og grafík og sækir innblástur í náttúru og landslag og veltir fyrir sér sambandi manneskunnar við það.

Soffía Sæmundsdóttir

www.soffia-malarinn.blogspot.com

Soffía Sæmundsdóttir Tilbúið landslag 2019
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com