Hulda

Draumar

Laugardaginn 15. ágúst 2020 opnar myndlistarsýningin Draumar í Gallerý Ófeigi á Skólavörðustíg. 

Þar sýna Hulda Vilhjálmsdóttir og Valgarður Bragason ásamt börnum sínum Braga Þór Valgarðssyni og Nínu Maríu E. Valgarðsdóttur málverk.  Þetta eru allt verk sem þau hafa málað á síðustu árum.

Hulda og Valgarður eru bæði starfandi listamenn og hafa börnin þeirra í gegnum tíðina oft málað verk með þeim og þannig smitast af listabakteríunni.  Afrakstur þessa verður nú til sýnis í Gallerý Ófeigi næstu vikurnar.

sýningin opnar laugardaginn 15. ágúst kl 14-17 og stendur hún til 9. sept.Opið er frá 10:00 til 18:00 virka daga 11:00- 16:00 laugadaga.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com